Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
utan Reykjavík og nágrenni mátti helst finna veitinga- staði í stærri kaupstöðum, m.a. á Akureyri og Ísafirði. Á Akureyri voru til dæmis fimm veitingastaðir árið 1879 en þá bjuggu 400 manns í bænum. 47 Auðvelt var því að nálgast áfengi í kaupstöðum landsins. Sem fyrr getur er ekki einfalt að átta sig á áfengis- neyslu á liðnum öldum og ljóst að viðhorf manna til þess hvað er mikið eða lítið eru breytileg. Mælieining- ar og -kvarðar hafa líka breyst. Áður fyrr, á 19. öld og fram á hina 20., voru ekki notaðar sömu viðmiðanir og nú, hreinn vínandi í lítrum á mann; einfaldlega var talað um brennivín eða aðrar áfengistegundir. Annað sem þarf að hafa í huga er að áfengisneysla var bundin við miklu afmarkaðri hópa en síðar varð. Hér á landi einskorðaðist hún að mestu við karlmenn. Áfengis- neysla var lítil til sveita eins og fyrr var nefnt og sjald- gæft að konur drykkju áfengi. Maður, fæddur í Rauða- sandshreppi árið 1904, greindi svo frá áfengisneyslu í Krárnar á Hótel Íslandi, Ágúst Jósefsson segir frá „Vinstra megin við innganginn frá Aðalstræti var minni stofa, sem í daglegu tali fólks var kölluð Svínastía. Ekki var stofunni gefið þetta nafn vegna þess, að þar væri sérlega óþrifalegt, heldur mun það fremur hafa verið fundið upp til þess að smána gesti þá, sem þangað sóttu. Stofa þessi var eins konar bar. Hátt borð í brjósthæð var í innri hlið stofunnar, og við það drukku menn standandi það sem þeir keyptu. Þarna var mest drukkið brennivín og aðrir sterkir drykkir, og voru þeir mældir í glerstaupum og blikkmálum, sem tóku hálfpela og kvartpela. Meðfram borðinu að innanverðu var gangrúm fyrir starfsfólkið, sem bar veitingar til gestanna í báðum þessum stofum. Við þil, bak við ganginn, var lágur skápur fyrir glös og bakka, en ofan á skápnum voru á stokkum fjórir haglega smíðaðir og lakkbornir kútar úr ljósri eik með svörtum gjörðum. Á botnum kútanna, sem fram sneru, voru koparkranar, og fyrir ofan þá málað nafn þess áfengis, sem í þeim var: Brennivín, Cog- nac, Romm, Whisky. Því ber ekki að neita, að oft var nokkuð sukksamt í Stíunni, einkum um vertíðarlokin, enda sóttu þangað aðallega inn- lendir og erlendir sjómenn, og svo þeir bæjar- menn, sem taldir voru engir hófsmenn í áfengis- nautn. Sjaldan kom þó til verulegra óspekta eða slagsmála innan dyra, því að venjulega barst leikurinn fljótlega út í Aðalstræti, enda betra svigrúm til slíkra athafna þar. Á meðal gestanna voru ýmsir skrítnir náungar. Sumir smeygðu sér inn að borðinu og keyptu eitt staup eða kvart- pela, renndu skammtinum út í einum teyg, og fóru svo burtu í mesta flýti. Einn virðulegur borgari kom næstum daglega bakdyramegin og keypti eina bjórflösku og staup af koníaki. Hann drakk þetta standandi á skömmum tíma án þess að segja eitt orð, og gekk svo hljóðlega burtu sömu leið og hann kom. Að háa borðinu komu líka ærið stórbrotnar persónur, svo sem Þórður alamala, Siggi gamliskjóni og fleiri þeim líkir.“ Ágúst Jósefsson, Minningar og svipmyndir úr Reykjavík , 56-57. Hótel Ísland nýbyggt, stóð þar sem nú er Ingólfstorg. Húsið var byggt 1882 en brann árið 1944. Það var um langt skeið eitt helsta hótel bæjarins. 26
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==