Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
bæerskt öl sem bæði geymdist betur og innihélt meira áfengi en verið hafði fram að því. 55 Frá 1880 dró nánast samfellt úr neyslu áfengis hér á landi í þrjá áratugi. 56 Ef miðað er við tölur um inn- flutning áfengis og magnið borið saman við nálæg lönd, verður ljóst að áfengisneysla hefur ekki verið mikil hér á landi um það leyti. Árið 1893 var staðan þannig að Íslendingar neyttu rúmlega tveggja lítra af öli á mann á ári. Á sama tíma var neyslan 40 lítrar í Danmörku og um 90 í Þýskalandi. Brennivínsneysla var um 13 lítrar í Danmörku sama ár, ríflega níu í Þýskalandi en svipuð í Noregi og á Íslandi, töluvert á fjórða lítra. 57 Samkvæmt þessu virðist mega taka undir með greinarhöfundi í blaðinu Ingólfi árið 1909 er hann segir að líklega séu Íslendinga „ein- hver minnst drekkandi þjóð í heimi“. 58 En hvernig má þá skýra hina hörðu baráttu templara og annarra bindindismanna gegn áfengisneyslu, baráttu sem varð eitt meginstef í íslenskri þjóðmálaumræðu um áratugaskeið og klauf þjóðina í andstæðar fylkingar? Svo harðar voru þessar deilur að helst má líkja þeim við deilur um erlendar herstöðvar á Íslandi nokkrum áratugum síðar. Svörin við þessari spurningu verða stuttlega rædd hér og nánar í næstu köflum. Hér að framan hafa verið leidd rök að því að áfengisneysla hafi verið tiltölulega lítil hér á landi. Nánar verður fjallað síðar um þátt bindindishreyf- ingarinnar í því að draga úr áfengisneyslu. En átti þjóðfélagsgerðin hér á landi ef til vill einnig þátt í að áfengisneysla var minni hér en í nágrannalöndum? Lítum ögn nánar á það. Í kringum aldamótin 1900 voru hér á landi engir stórir vinnustaðir, engar verksmiðjur, einungis hand- iðnaður í smáum stíl. Engar hefðir voru heldur fyrir því að iðnaðarmenn hér á landi hefðu sameiginleg félög, gildi, sem stæðu fyrir mannfagnaði. Þegar haft er í huga hversu þéttbýlismyndun og atvinnuþróun var skammt á veg komin hér á landi á ofanverðri 19. öld, er ekki að undra að áfengisneysla hafi ekki tíðkast hér í sama mæli og víða í nágrannalöndum Íslands. Ísland 19. aldar var bændasamfélag þar sem þéttbýlisstaðir voru vart annað en örfá hús. Á sama tíma var orðin umtalsverð iðnvæðing í allri Vestur- Evrópu og borgarmenning stóð á gömlum merg. Og einn fylgifiska iðn- og borgarvæðingar víða um lönd var vaxandi áfengisneysla. Hér má líka nefna að drykkjusiðir kunna að hafa leitt til þess að áfengisneysla var talin meira vandamál hérlendis en hún var í raun og veru. Ef til vill virtist samfélagið „blautara“ en það í rauninni var; ef til vill ýttu „reglurnar“ um það hvenær var heimilt að drekka áfengi og hvenær ekki undir þessa skoðun. 59 Til drykkjusiða Íslendinga heyrði m.a. að drekka sjaldan en mikið í senn, þó að þetta væri fjarri því að vera ein- hlítt. Jafnvel var til siðs að linna ekki drykkju meðan nokkurt áfengi var til. Neyslan fór eins og fyrr segir helst fram í kaupstöðum og í verslunum og á ferðalög- um. Neysluhættirnir voru með öðrum orðum mjög sýnilegir þeim sem helst voru líklegir til að skrá hjá sér atburði og höfðu annað sjónarhorn: þar má nefna erlenda ferðamenn, hluta menntamanna sem kynnst höfðu öðrum viðhorfum erlendis og ýmsa afmarkaða hópa, til dæmis félaga í bindindishreyfingum og jafn- vel trúarhópum. Og það voru ekki síst þessir aðilar sem sögðu frá í rituðu máli: Erlendir ferðamenn sem sáu drukkna menn gátu um það í ferðasögum sínum, alþingismenn sögðu frá drykkjuskap í þingræðum og loks fjölluðu ritstjórar í bæjunum um þessi efni í blöðunum. Áfengisneysla karla og kvenna. Bindindishreyfingin Þegar farið er yfir umræður um þessi mál kemur fljótt í ljós við hverja er að eiga þegar áfengi er til umræðu: það eru fullorðnir karlmenn, ekki börn og ekki konur, „kvennfólk og börn geta ekki talizt í tölu þeirra, er drekka“ sagði í grein er fjallaði um bindindismál á Seyðisfirði árið 1884. 60 Jafnvel má segja að drykkju- skapur/áfengisneysla hafi verið hluti af ímynd karla; ein hlið karlmennskunnar var að drekka áfengi. Sér- staklega karlmannlegt var að þola mikið áfengi, jafn- vel að drekka mikið. Öðru máli gegndi um konur. Það var lengi allsráðandi viðhorf að konur ættu alls Oddur V. Gíslason (1836– 1911), guðfræðingur og baráttumaður fyrir bindindi og öryggi sjómanna. 29
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==