Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

ekki að nota áfengi. Þær sem það gerðu brutu með því óskráð lög og voru fordæmdar; drykkfelldur maður og kvensamur gat notið virðingar, en drykkfelld kona sem þótti upp á karlhöndina naut sannarlega engrar virðingar. Þótt konur neyttu ekki áfengis að neinu marki fyrr en að liðnum fyrsta þriðjungi 20. aldar, lét áfengisneysla þær ekki ósnortnar. Þær voru þolendur drykkjuskapar karlmanna. Í þann streng tók Schier- beck landlæknir árið 1885 og kvað misnotkun áfengis valda „konu og börnum drykkjumannsins eymd og volæði; gerir hjúskap ófarsælan, veldur skilnaði hjóna og margri heimilisraun, gerir börnin óstyrk og heilsulaus“. 61 Það var ekki að undra þó að konur styddu bindindishreyfinguna, enda barðist hreyfing- in, að minnsta kosti templarar, einnig fyrir jafnrétti kynjanna. Það orðaði séra Oddur V. Gíslason, einn af for- svarsmönnum hreyfingarinnar á ofanverðri 19. öld þannig: „Vjer gerum engan greinarmun á stjett eða kyni. Vjer göngum allir undir sömu skyldur, erum allir sömu lögum háðir og höfum allir sömu rjettindi. Með þeim fyrstu að játa jafnrjetti kvenna og veita þeim verðskuldaða og rjetta stöðu í samvinnunni“. Góðtemplarareglan var raunar líka nátengd kristnum trúarhreyfingum þó að ekki væru nein bein tengsl á milli hennar og kirkjunnar, en það efni verður þó ekki rætt nánar hér. 62 Já, viðhorfin voru að breytast, konur voru hvattar til að hafna drykkjumönnum og söfn- uðir að hafna drykkfelldum prestum. Bindindisfélag Fjölnismanna í Kaupmannahöfn og svipað félag í Reykjavík hafa iðulega verið nefnd sem fyrstu félög Íslendinga af slíku tagi en þau voru stofnuð árið 1843. Veturinn eftir, 1844−45, var einnig stofnað bindindisfélag í Lærða skólanum í Reykjavík sem rektor skólans, Sveinbjörn Egilsson, lét sér mjög umhugað um. Nú er þess félags helst minnst vegna „pereatsins“ árið 1850 er skólapiltar afhrópuðu rektor sem vildi vísa nokkrum skólapiltum úr skóla sökum þess að þeir vildu segja sig úr bindindisfélaginu. Þeim hafði orðið „hált á bindindissvellinu“ í gleðskap 1849. 63 Við Breiðafjörðinn var einnig öflug hreyfing Stúkufólk á göngu upp Skólavörðustíg í Reykjavík kringum aldamótin 1900. 30

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==