Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

fyrir auknu bindindi ummiðja 19. öld og hafði Ólafur Sívertsen í Flatey forgöngu í því máli, m.a. með því að fá kaupmenn til þess að hætta að selja brenni- vín. 64 Þessi fyrstu bindindisfélög voru þó skammlíf. Sum þeirra, til dæmis félag Fjölnismanna, voru ekki eiginleg bindindisfélög, heldur hófsemdarfélög. Eitt slíkt var einmitt stofnað á Akureyri árið 1865 en lifði sennilega skamma hríð. 65 Félög af þessu tagi spruttu upp víða um danska ríkið á þessum árum og líka í Noregi, en þar í landi hafði áfengisneysla aukist gífur- lega í kjölfar stóraukins frjálsræðis á flestum sviðum efnahagslífsins. 66 Litlum sögum fór aftur af bindindishreyfingu hér á landi fyrr en upp úr 1870. Það kom til af því að danska stjórnin gaf þá út tilskipun um toll af brenni- víni í því skyni að draga úr tekjuhalla landsins, en fjárhagur Íslands og Danmerkur hafði verið aðskilinn 1871. Íslendingar vildu bíða með að taka upp gjaldið þar til þeir fengju sjálfir fjárforræði en það varð ekki niðurstaðan. Um þessar deilur verður nánar rætt síðar en ákvörðunin reitti forystumenn Íslendinga til reiði og fór svo að þeir hvöttu landsmenn til þess að fara í pólitískt áfengisbindindi og hætta að kaupa brennivín. Þeirri áskorun tóku landsmenn og varð það til þess að sala á áfengi snarminnkaði. En þessa gætti ekki lengi. Íslendingar fengu fjárforræði 1874. Konur í Bandaríkjunum í baráttu fyrir bindindi „Kvennþjóðin hefir með miklu fylgi og atorku tekið þátt í bardaganum mót þessum skaðræðis- ávana. Þess eru mörg dæmi, að konur í vestur- ríkjunum hafa farið á fætur um miðjar nætur, meðan bændur þeirra steinsváfu, hafa klæðzt í föt þeirra, brugðið grímu fyrir andlit sjer og barið að dyrum hjá vínsalanummeð marghleypu mannsins síns hlaðna í hendinni. Þegar svo vínsalinn kom til dyra, grútsyfjaður og rotaður, gjörðu margir opnir skammbyssulásar og marg- hleypukjaptar skjót umræðulok. Steinþegjandi varð hann að bera allt sitt dót á vagn, sem var til taks, og svo var honum fylgt stundum margar mílur út í buskann. Að skilnaði var honum svo gefið í skyn, að ef hann dirfðist optar að stíga fæti sínum inn fyrir bæjarmörkin, þá mundi hann fá fleiri blýhögl í búkinn er honum mundi heilnæmt finnast. Í austurríkjunum beittu þær öðrum ráðum… Í borg nokkurri hafði drykkjuskapur farið svo í vöxt, að úr hófi keyrði. Kvennþjóðin átti mál- fund um þetta efni og bruggaði mörg og stór ráð. „Við skulum taka að okkur kvæntu karl- mennina“ sögðu konurnar og glottu kuldalega. „En hinir ókvæntu?“ Þær kunnu líka tök á þeim. Einn góðan veðurdag kváðu við bumbur um öll stræti borgarinnar, og út þustu allar ungar stúlkur í borginni, sem voru á giptingaraldri, ríkar og fátækar, fríðar og ófríðar. Í langri skrúð- fylking gengu þær um öll stræti, en fyrir þeim var borið merki og þetta ritað á: „Vjer giptust engum, sem eigi er albindindismaður“. Nú varð uppi fótur og fit í allri borginni. Á strætamótunum stóð stór hópur af ungum karl- mönnum og ljetu óspart fjúka háðglósur og hnittinyrði. Allt í einu varð einn af hinum hvat- skeytustu snögglega svo stilltur, hann fölnaði dálítið í framan og það eins og tognaði á andlit- inu; hann umlaði eitthvað um, að hann þyrfti að gjöra nokkuð, sem lægi á, og flýtti sjer burt. Hann hafði sem sje tekið eftir að „hún“ var líka þarna í fylkingunni. Svo fengu þeir hver af öðrum „for- föll“, af svipuðum ástæðum, og loks voru ekki eptir nema örfáir yfirgefnir „piparsveinar“.“ Staal, E., „Bindindishreyfingin um hinn menntaða heim“, 141. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==