Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
2. Bindindis- og bannmenn Ofdrykkjan er ósómi þjóðarinnar, gróðrarstía ómennskunnar, undirbúningur hallæranna, freisting til að svíkja sinn lánardrottinn, hlekkir skulda-þrældómsins, kraptar óleyfi- legu girndanna, og opt morðingi menntunar og framfara, ef ekki stundum sálarinnar og alls hins háleita … 77 Bannmenn og boðskapur þeirra Hreyfing templara var orðin öflugasta félagshreyfing landsins um og eftir aldamótin 1900 og hafði mikil áhrif í samfélaginu langt fram eftir 20. öld. Sennilega voru áhrif hennar hér á landi meiri en í nágranna- löndunum vegna þess að aðrar félagshreyfingar, ekki síst verkalýðshreyfingin, voru veikar allt fram á þriðja áratug 20. aldar. Í nágrannalöndunum þroskaðist hún áratugum fyrr og beitti sér þar mjög í bindindismál- um. Í Noregi til dæmis var vel þekkt að líta á baráttu gegn áfengi sem baráttu gegn auðvaldsskipulaginu. 78 Jafnvel andstæðingar Góðtemplara mátu mikils jákvæð áhrif sem hreyfingin hafði haft. Þetta stað- festi til dæmis Jón Jónsson alþingismaður í umræðu um bannlögin árið 1909. Hann staðhæfði að félaginu hefði tekist að „gerbreyta hugsunarhætti almennings, að því er snertir drykkjuskap. Nú er svo komið, að varla mun nú sá unglingur vera til, sem ekki veit það og finnur, að hann má ekki drekka sig fullan, að það er bæði skömm og skaði.“ 79 Auk góðtemplarareglunnar unnu fleiri félög ötullega gegn neyslu áfengis. Þar má m.a. nefna Hvíta bandið sem var stofnað árið 1895. Félagið var eingöngu fyrir konur og var helsta mark- mið þess að koma í veg fyrir neyslu áfengra drykkja. 80 Þá tók verkalýðshreyfingin, sem var að komast á legg á fyrstu áratugum 20. aldar, einarða afstöðu gegn neyslu áfengis og studdi bann við sölu og innflutningi áfengis. Nánar verður fjallað um starfsemi og þróun bindindishreyfingarinnar síðar í ritinu. Bindindisfélögin beittu sér á margan hátt í baráttu sinni fyrir „þurru“ Íslandi. Bindindisfélög og stúkur um allt land unnu að því að draga úr drykkjuskap með því að fá menn til þess að ganga í bindindi. En félögin og forkólfar þessarar hreyfingar unnu einnig að því að torvelda aðgengi að áfengi eins og unnt var, eins og síðar verður rætt nánar. Fræðsla, fyrirlestrar, erindrekstur og útgáfa var einnig mikilvægur liður í starfinu. Gefnir voru út ritlingar og tímaritsgreinar, þýddar og frumsamdar. Eitt slíkra rita var Um áfengi og áhrif þess eftir M. Larsen og H. Trier sem kom út árið 1895 á vegum Stórstúku Íslands. Í bókinni var tíundað það böl sem hlytist af áfengisneyslu. Fjórum árum síðar gaf Guðmundur Björnsson, þáverandi héraðslæknir Reykvíkinga og síðar landlæknir, út fyrirlestur sinn Um áfenga drykki . 81 Enn má geta um kver Ólafs Thorlacius sem var lengi læknir á Djúpa- vogi og mikill bannmaður. Bók hans, Áfengisnautn og aðflutningsbann, kom út árið 1908. Auk þessa gáfu templarar út blaðið Templar (áður Good-Templar frá 1897) sem hafði mikil áhrif. Þá hafði barnablaðið Æskan , en útgáfa þess hófst árið 1897, mikil áhrif til stuðnings bindindi. 82 Boðskapurinn í þessum ritum fór yfirleitt ekkert á milli mála, línur voru skýrar. Tökum eitt dæmi, úr bókinni Um áfengi og áhrif þess sem var ein helsta biblía bannmanna. Þar segir m.a.: 33
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==