Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Það er hægt að ganga úr skugga um hin eitrandi áhrif þess [áfengisins] á gróðurmagn korns … Ekki er annað en fá sjer 3 vanaleg vatnsglös … Hafa vatnið alveg óblandið í einu glasinu, en í öðru svo mikið saman við af vínanda, að styrkleikurinn í því glasinu samsvari bjór, og í hinu þriðja svo mikið, að lögurinn verði viðlíka áfengur og danskt brennivín. Mun þá koma í ljós, að í glasinu með tómu vatni í spretta á byggkornunum langir frjóangar, en stuttir og veikir í glasinu með bjórstyrkleikanum og alls engir í þriðja glasinu (brennivínsglasinu). 83 Bindindisfélögin beittu sér almennt fyrir því að draga úr áfengisneyslu með því að fá menn til þess að ganga í bindindi. En ekki var minni áhersla lögð á að fá verslanir til þess að hætta að versla með áfengi. Meðal annars sendi Góðtemplarareglan öllum kaupmönnum landsins áskorun þessa efnis árið 1898 og hvatti þá til að hætta áfengissölu. 84 Víða voru slíkar áskoranir samþykktar á fjölmennum fundum og stundum voru kaupmennirnir sjálfir í forystu. Svo var til dæmis um Björn Sigurðsson kaupstjóra sem verslaði í Flatey og Skarðsstöð á Skarðsströnd. Árið 1891 hætti hann að selja áfengi í þessum verslunum og fékk til liðs við sig hinn kaupmanninn í Flatey og Torfa Bjarnason í Ólafs- dal sem þá stóð fyrir pöntunarfélagi Dalamanna. 85 Svipað var farið að víða annars staðar og sums staðar varð keppikefli að „hreinsa“ tiltekin svæði. Til dæmis var unnið að þessu markmiði á Snæfellsnesi undir aldarlok; árið 1898 var áfengissala einungis í Stykkishólmi en hafði verið hætt á öðrum verslunar- stöðum á Nesinu. 86 Kappkostað var að ná samstöðu um að stöðva sölu, enda óttuðust kaupmenn sem Jón Árnason prentari (1875–1961), íklæddur stúkukraga góðtemplara snemma á 20. öld. 34

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==