Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Gramsverslun í Stykkis- hólmi kringum aldamótin 1900. Bindindishreyfingin vann ötullega að því um þetta leyti að fá kaupmenn til þess að hætta að selja áfengi. hættu að selja áfengi að samkeppnisstaða þeirra biði hnekki. Sá ótti var ekki ástæðulaus. Um og upp úr miðri 19. öld var staðhæft að sá kaupmaður sem ekki hefði brennivín til sölu mundi missa alla viðskipta- vini sína, hann gæti hreinlega hætt. 87 Á hinn bóginn er líklegt að eftir að bindindishreyfingin var orðin að öflugri fjöldahreyfingu um og eftir aldamótin 1900, hafi kaupmönnum jafnvel verið talið til tekna að selja ekki áfengi, að minnsta kosti á sumum stöðum. 88 Baráttan bar árangur. Kringum 1900 fór þeim kaupmönnum stöðugt fækkandi sem seldu áfengi. Árið 1899 var áfengi selt á 54 stöðum en 1905 var áfengi ekki til sölu á nema 12 stöðum, að minnsta kosti ekki opinberlega. Á þessum 12 verslunarstöðum voru um þrír tugir verslana sem seldu áfengi. Árið 1908 hafði stöðunum enn fækkað. Þá var áfengi selt á 11 stöðum á landinu í alls 22 verslunum; þar af voru átta í Reykjavík. Veitingastaðir með áfengi á boðstól- unum voru þá aðeins fjórir eftir, einn í Reykjavík, einn á Borðeyri og tveir á Akureyri. 89 En fleiri aðferðum var beitt til þess að draga úr áfengisneyslu. Ein var sú, að erlendri fyrirmynd, að andstæðingar áfengisneyslu tóku sér stöðu við veit- ingastaði og reyndu með fortölum að koma í veg fyrir að fólk færi þar inn. Þetta gerðist til dæmis árið 1903 þegar Árni Zakaríasson verkstjóri kom sér fyrir við dyrnar á veitingastað J.G. Halberg í Reykjavík og reyndi að snúa villuráfandi sauðum á rétta leið. 90 Svipaða sögu var að segja frá Akureyri en þar héldu templarar uppi stífu eftirliti með veitingahúsum sem talið var að seldu áfengi án leyfis. 91 Annar þeirra tveggja veitingastaða sem seldu áfengi í Reykjavík árið 1906 var Hótel Ísland sem stóð þar sem nú er Ingólfstorg, stærsta hótel bæjarins. Vínveitingar á hótelinu voru templurum mikill þyrnir í augum. En þeir fundu ráð sem dugði; um mitt ár 1906 tóku fimm af sjö stúkum Góðtemplarareglunnar í Reykjavík sig til og keyptu hótelið af veitingamann- inum fyrir um 100 þúsund krónur. Það var hátt verð og samsvaraði verði sæmilegs togara. Um sama leyti birtist grein í blaðinu Ísafold undir titlinum: „Höfuð- virkið unnið“. Þar með var einungis eitt veitingahús sem seldi áfengi eftir í borginni, Hótel Reykjavík, og það vildu templarar kaupa líka en eigandinn, Einar Zoëga, vildi ekki selja. 92 Í röðum bannmanna var mikil gleði yfir þessum sigri en nýir eigendur tóku formlega við hótelinu á nýársdag 1907. Við eigendaskiptin fóru Góðtempl- Munið eftir því að fá ykkur í jólapelann. Áfengisauglýsingar eins og þessi voru algengar í kringum aldamótin 1900. Ísafold 6.12.1902. 35
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==