Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Frétt úr blaðinu Ísafold 1.6.1906 um að Góðtemplarareglan hefði keypt Hótel Ísland. Þar með var áfengissölu hætt þar. arar í skrúðgöngu og náði skrúðgöngufylkingin „ósundurslitin hér um bil frá endanum á Laufásvegi niður Bókhlöðustíg og eftir Lækjargötu endilangri og Austurstræti alt vestur undir hótel Ísland.“ 93 En baráttunni var ekki lokið, kaupin á Hótel Íslandi voru aðeins liður í lokasókninni. Næstu verk- efni voru að stöðva vínveitingar í veitingahúsunum sem eftir voru og úr skipum sem sigldu til landsins og komu við á mörgum höfnum á leið sinni, voru í raun einnig strandferðaskip. Bannmenn töldu slíkar áfengisveitingar óheimilar samkvæmt áfengislögun- um frá 1899 sem bönnuðu sölu áfengis nema keypt væri til þess sérstakt leyfi og gegn ýmsum fleiri skil- yrðum. Að minnsta kosti væri þetta óheimilt innan landhelginnar sem þá náði þrjár sjómílur frá landi. 94 Líklega má til sanns vegar færa að þetta hafi verið réttur skilningur en drykkjuskapur mun hafa verið algengur á þessum skipum. Vafalaust tíðkaðist að áfengi væri selt úr skipunum þar sem þau áttu við- komu. Þess voru jafnvel dæmi að menn tækju sér far á milli hafna til þess að komast í áfengi um borð og varð þá stundum sukksamt. Í upphafi 20. aldar voru flest þessara skipa erlend. Umsvifamest var Sam- einaða gufuskipafélagið sem var danskt og áfengið sem selt var um borð í skipum þess var án tolla eða annarra gjalda. 95 Við þessu var brugðist með sérstakri lagasetningu árið 1907 þar sem áfengisveitingar voru bannaðar meðan skipin voru í höfn eða innan land- helgi. Skemmtiferðaskip voru þó undanskilin. 96 Guðmundur Björnsson landlæknir hélt ræðu er Góðtemplarar tóku við Hótel Íslandi í árs- byrjun 1907. Þar sagði hann meðal annars: „Þetta hús hefir verið hætta hér í bænum, aðalhættan. Og þeir eru margir, sem hrapað hafa í þessa hættu; hér í þessu húsi hefir margur, margur maðurinn sóað fé sínu, heilsu sinni, hamingju sinni, enda lífi sínu: margur hefir farið hér inn heill og hraustur, en komið út örvasa og örkumla, blár og blóðugur, með flakandi sár og lesta limu; margur hefir gengið hér inn um sólarlag með fullu viti og fullu fjöri, en dragnast út á lágnætti viti sínu fjær og máttvana, og þess eru dæmi að menn hafi ekki orkað heim til sín, en fundist úti andvana að morgni dags.“ „Höfuðkastalinn unninn“. Ísafold 5. janúar 1907, 2. 36
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==