Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
„Vín inn, vit út“ Hin lamandi verkun alkoholsins á heilann og taugakerfið kemur líka í ljós í áhrifum þess á sálargáfurnar, skilningarvitin og vöðvakraft líkamans. Gáfurnar sljófgast en skerpast eigi; menn verða skilningsminni við nautn áfengis, minnislausari og missa valdið yfir hugsunum sínum. Tilfinningin minkar, sjónin sljófgast, heyrnin deyfist. Loks minkar líkamsaflið og valdið yfir hreyfingum líkamans; menn reika og riða í gangi og limirnir slettast hálfafllausir til og frá; fæturnir geta að síðustu ekki borið þunga líkamans, maður getur ekki haldið höfði, augun hallast aftur og svefnhöfgi sígur á hinn drukna mann. 97 Hófdrykkja leiðir til ofdrykkju. Sú röksemd var algeng meðal stuðningsmanna þeirra sem aðhylltust bann. Af þessu leiddi að baráttan skyldi ekki síst bein- ast gegn þeim sem prédikuðu hófsemi; hófsemi var inngangur að ofdrykkju og eymd. Ofdrykkjumenn- irnir, „þ.e. þeir sem eru þegar orðnir óhófsmenn úr hófsmönnum – þeir geta ekki gjört hættulega mót- spyrnu gegn bindindishreifingunni“. 98 En hver skyldi hafa verið orsök andúðar góðtemplara á hófsemd- inni? Jú, „það er kunnugra en frá þurfi að segja, að 9/10 af öllum heimsins drykkjumönnum eða fleiri hafa byrjað á því að ganga í hófsemdarskóla, en gerzt ofdrykkjumenn eingöngu fyrir þá skólagöngu“. 99 Auk þess boðuðu þeir falskenningar um „nytsemi áfengra drykkja“, að vínið bætti meltinguna, hleypti hita í líkamann og fyllti menn orku. 100 Til dæmis væri það tóm „hjegilja“ að bjór væri næringarríkur, þvert á móti væri „bjórsvelgjum“ hætt við „þrálátri lífsýki, lifrarveiki og nýrnasjúkdómum, með óhollri fitu á líf- færunum og kringum þau.“ 101 Auk þess eyddu hóf- semdarmennirnir fé í óþarfa, sem betur væri notað til annars, og ekki bætti úr skák að þeir gætu leitt aðra í glötun. 102 Nei, áfengi, bjór, vín og brennivín væri ekki hollt eða heppilegt á neinn hátt, allra síst í hófi; allra hörðustu andstæðingar áfengisneyslu voru einmitt á þeirri skoðun að hófdrykkjan væri „móðir“ ofdrykkj- unnar. Að mati bannmanna var áfengi hættulegt heilsu manna og lagði fjölda manna í gröfina fyrir aldur fram. Sannleikurinn væri sá að áfengi væri verra en eitur, enda vildu þeir sem þess neyttu „alt af meira og meira, þar til þeir að lokum komast svo langt, að þeir geta ekki hætt“. 103 Rökin fyrir því að draga úr áfengisnotkun voru ekki einungis þau að áfengi væri hættulegt heilsu fólks og ylli böli á heimilum. Áfengið var líka Þrándur í Götu á framfaraleið Íslendinga. Staðhæft er að þeir „sem vilja á annað borð eyða og útrýma hverju því, er þjóðinni stendur fyrir þrifum eða hnekkir fram- förum hennar, þeir hljóta að vera fúsir til að uppræta þetta illgresi“. 104 Bent var á að Íslendingar borguðu Fleira böl en brennivín Í mörgum heimildum um og eftir aldamótin 1900 og fram eftir 20. öld er rætt um taum- lausa kaffidrykkju Íslendinga, kaffi væri notað „óspart“, „vaxandi“ og „um of “. En kaffið var líka lofað og talið nauðsynlegt fyrir sjómenn og aðra erfiðismenn. Það var jafnvel haft til marks um trú fólks á „ágæti kaffisins, að … kona gaf barni sínu á fyrsta ári það daglega“. − Síðar, eftir að reynsla var komin á áfengisbannið, töldu ýmsir að kaffið hefði að einhverju leyti komið í stað brennivíns, „þar sem menn áður drukku um of brennivín, drekka menn nú kaffi“. „Kaffið er þjóðardrykkur og þjóðarböl, með þeirri hóf- lausu eyðslu, sem víða er á því“ sagði héraðs- læknir árið 1928. Hið sama mætti segja um „tóbaksnautn“ sem víðast væri óhófleg. ÞÍ. Skjalasafn landlæknis, héraðslæknirinn í Dalasýslu 1897. − Einnig héraðslæknirinn í Borgarfjarðarhéraði 1901, héraðslæknirinn á Eyrarbakka 1901, héraðslæknirinn í Hólmavík 1907, héraðslæknirinn á Akranesi 1919, héraðslæknirinn í Fljótsdalshéraði 1923. 37
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==