Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Setið að kaffidrykkju á Galtalæk í Landsveit árið 1890. Algengt var að gefa gestkomandi karlmönnum kaffi með brennivíni út í. stórfé í áfengiskaup sem betur væri nýtt til annarra þarfa. Þar að auki drægi drykkjuskapur úr framtaki manna, afköst yrðu minni en ella, sóun og tafir. Þeir sem börðust fyrir áfengisbanni bentu einnig á slys- farir sem rekja mætti til áfengisnotkunar en það var alkunn hugmynd að brennivín hressti menn í svað- ilförum og kuldum. En slys af þeim sökum munu hafa verið alltíð á 19. öld og fram yfir aldamótin og algengt að menn lentu í vandræðum á ferðalögum vegna áfengisneyslu og brennivínshressing í kulda reyndist duga skammt. 105 Til dæmis greinir Magnús Blöndal Jónsson frá einu slíku ferðalagi á bátskel yfir Breiðafjörð á ofanverðri 19. öld þar sem faðir hans og vinnumaður heimilisins voru svo drukknir að þeir „voru lítt hæfir til róðurs“. 106 Förin endaði vel í þetta sinn en svo fór ekki alltaf, eins og tíðum var bent á í blöðum á þessum tíma. 107 Stundum urðu stórslys sem rekja má til neyslu áfengis, t.d. er 13 menn drukknuðu í höfninni á Patreksfirði árið 1904. 108 Eftirtektarvert er, þegar litið er yfir slysfarir á ferðalögum til og frá verslunarstaðnum í Keflavík á 19. öld, að óþekkt var að menn færust á leiðinni þangað en allmörg dæmi um dauðsföll á leið af staðnum. 109 Leitað var til sögunnar og bent á reynslu forn- þjóðanna, einkum Grikkja: „Löggjafar- og mikil- menni þeirra þjóða voru snemma fyllilega sannfærð um skaðsemi ofnautnarinnar fyrir öll þjóðþrif … Það var bannað að drekka vín öðru vísi en til þess að svala þorsta sínum. En er tímar liðu fram, tóku Grikkir að virða hin góðu lög sín vettugi. Þá hnignaði þeim smám 38

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==