Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Fjallað um afleiðingar áfengisdrykkju í blaðinu Ísafold 14.10.1909. saman og gerðust þeir loks undirlægjur Rómverja.“ 110 Boðskapur bannmanna var í raun að „hnignun“ Íslendinga mætti að hluta til skýra með áfengisneyslu og ofdrykkju, ásamt annarri „úrkynjun“. Ef snúa átti til baka, endurskapa gullöldina, var drykkjuskapur- inn vissulega eitt af því sem varð að ryðja úr vegi: „Vín inn, vit út, segir satt orðtak. Því minna áfengis sem þjóðin neytir, því minna af mannviti fer forgörðum, því minna týnist af andlegri og líkamlegri orku til sjálfsstjórnar og sjálfsbjargar“. 111 Áfengisbann hlaut því að vera hluti af framfarabrautinni. Áfengisbannið varðaði líka tengslin við Dani sem hafa verið „mestar brennivínshítir í Norðurálfunni“; andúð á Dönum varð hluti af orðræðunni um áfengis- bannið. Bannmenn álitu dönsk áhrif m.a. koma fram í því að menn vildu haga sér að dönskum hætti, til dæmis í sjónarmiðum eins og þeim að „það sje ekki vanbrúkun að drekka áfengi í hófi, að vínnautn auki gleði í landinu og fleira.“ Slík sjónarmið, sem Valtýr Guðmundsson prófessor og alþingismaður hélt fram, − en Valtýr bjó í Danmörku alla sína starfsævi − voru sögð vera „af mjög vel ræktaðri danskri rót“. 112 Að mati hinna þjóðhollu bindindisvina bar slík afstaða því vitni um undirlægjuhátt við Dani „og einurðar- leysi að bregða út af því sem er tízka í þeirra hóp“. 113 En ekki var nóg með það; einnig var staðhæft að stefna Valtýs einkenndist af „kerlinga-hjátrú“. 114 Þrátt fyrir staðhæfingar af þessu tagi fögnuðu bannmenn frum- kvæði kvenna í baráttunni fyrir áfengislausu Íslandi en andstæðingarnir staðhæfðu að konurnar hefðu sennilega ekki „gjört sér grein fyrir“ afleiðingum laga sem bönnuðu sölu áfengis. 115 Í deilum um áfengismálið kom frelsi einstaklings- ins mjög til umræðu. Andbanningar töldu að bann við innflutningi og sölu áfengis hefði í för með sér mikla frelsisskerðingu. Bannmenn gátu fallist á að svo væri að einhverju leyti en nauðsyn bryti lög þegar um væri að ræða að útrýma þjóðarböli. Auk þess væri það svo að allir yrðu að sætta sig við takmarkanir af ein- hverju tagi. Þeir nefndu til dæmis sóttvarnarlög sem legðu miklu meiri hömlur á frelsi fólks en hugmyndir þeirra um áfengisbann hefðu í för með sér. Auk þess væri drykkjuskapur ekki einkamál, heldur mál sam- félagins; var það einkamál ef viðskiptasambönd glöt- uðust sökum drykkjuskapar, ef fátækur bóndi kom fjölskyldu sinni á vonarvöl vegna víndrykkju eða ef skipshöfn fórst af sömu ástæðu? Því svöruðu bann- menn afdráttarlaust neitandi. Og ef einhverjir skildu það ekki varð að hafa vit fyrir þeim. 116 Máli sínu til stuðnings nefndu bannmenn einnig að sú þjóð sem hefði mest frelsi allra þjóða, Bandaríkjamenn, hefðu einmitt gengið lengst í því að banna áfenga drykki og hefði „hvert fylkið eftir annað lögleitt slíkt bann“. 117 − Þá gátu bannmenn þess með réttu að auðveldara ætti að vera að koma á áfengisbanni hér á landi en annars staðar, eða að minnsta kosti að draga úr áfengisneyslu, því að hér á landi væri engin framleiðsla á áfengi og því varðaði áfengisbann ekki atvinnumissi fjölda fólks eins og víða væri. Hér væri einungis um að ræða örfáa veitingamenn sem bann gæti valdið tjóni. 118 Að hluta til var stríð bannmanna barátta fyrir viðurkenningu á að Íslendingar væru siðuð þjóð. Baráttan fyrir banninu var því hluti af sjálfstæðis- baráttunni og barátta fyrir breyttri ímynd Íslands: að vera taldir með siðmenntuðum þjóðum en ekki að Brennivínsbókin Bannmönnum var uppsigað við kveðskap þar sem gleðskapur með áfengi kom við sögu. Þetta sást til dæmis skýrt þegar Stúdenta- félagið gaf út nýja söngbók árið 1894 og köll- uðu templarar hana brennivínsbókina. Því til sönnunar var bent á að í lengsta flokki bókar- innar, „gamankvæði og stökur“, væri tæpur helmingurinn drykkjukvæði og auk þess væru mörg önnur kvæði drykkjuvísur. Þess má geta að einn af aðstandendum bókarinnar var eitt þekktasta ungskáld þjóðarinnar á þeim tíma, Hannes Hafstein, síðar ráðherra. „„Brennivínsbókin““. Ísafold 13. október 1894, 274. 39
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==