Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
„vera skipað á bekk með villiþjóðum“ eins og margir Íslendingar töldu að til dæmis Danir hefðu tilhneig- ingu til að gera: sú tilhneiging hefði komið skýrt í ljós í tengslum við svonefnda nýlendusýningu Dana árið 1905 þar sem til hefði staðið að kynna Íslend- inga og menningu þeirra á „sama stað og stundu“ og „skrípin frá Grænlandi og Vesturheimseyjum“. 119 Hér má þó benda á til fróðleiks að þessi afstaða var ekki algild, eins og fram kom í orðum Björns Þorláks- sonar alþingismanns og eins harðasta bannmannsins árið 1909. Hann staðhæfði að „Vilhjálmur Stefáns- son, mikill fræðimaður“ hefði einmitt komist að því að Eskimóar væru „mjög vandaðir og siðferðisgóðir menn“. 120 Björn benti einnig á fordæmi sem Íslend- ingar gætu vel tekið sér til fyrirmyndar; það voru múslimar en Björn kvað þá vera „meiri hófsmenn en hinar kristnu þjóðir. Og það er beinlínis að þakka bannlögum þeirra“. 121 Þetta mun raunar hafa verið vel þekkt sjónarmið í bindindishreyfingum annarra landa þar sem boðað var að Arabar ættu „sinn mikla uppgang og hinn skjóta viðgang trúarbragða sinna að þakka hinu hyggilega vínbanni Múhameds.“ 122 Bindindishreyfingin var því hluti af sjálfstæðis- baráttunni, hluti af baráttu lítils jaðarsamfélags fyrir viðurkenningu. Lengi hafði það orð farið af þessu samfélagi að tæpast væri unnt að telja það til siðaðra þjóða. Dæmi sem erlendir ferðamenn tóku til marks um það vörðuðu meðal annars drykkjuskap lands- manna á götum úti og í ferðalögum. Frásagnir af þessu tagi voru eitur í beinum margra forystumanna Íslendinga. Þeir töldu því fátt verra en að erlendir gestir sæju drukkna menn. Þetta ræddi Jón Hjaltalín á Alþingi árið 1877 og „kvað hann útlendinga taka til drykkjuskapar hjer, og kalla það mesta hneyksli, er eigi mætti ferðast hjer farinn veg, svo að maður eigi mætti drukknum mönnum.“ 123 Frá einu slíku dæmi segir Ísafold síðla árs 1909. Drukkinn maður abbast upp á líkfylgdir og endar með að þarf að binda mann- inn. Út úr frásögn blaðsins má þó lesa að verst hafi verið að „á ölæðisófögnuðinn í kirkjugarðinum horfði útlend kona, nýkomin hingað frá einni fjölmennustu og mestu siðmenningarþjóð Norðurálfunnar“. Slíkt þurfti vitaskuld að stöðva, Íslendingar kæmust seint í tölu siðaðra þjóða ef útlendingar yrðu oft vitni að slíkum atburðum. Í baráttunni fyrir breyttu og bættu Íslandi mátti enga málamiðlun gera. Liður í því var áfengisbann. Það er engin tilviljun að róttækustu bannmennirnir voru einnig í hópi róttækustu sjálfstæðissinnanna. Alla krafta átti að virkja og enga sóun að líða ef takast átti að bæta svo menningu landsmanna að „smáþjóð- in þessi á hjara veraldar væri kölluð forgönguþjóð og fyrirmyndar og henni eignað af vitrustu og beztu mönnum stórþjóðanna jafnvel meiri siðmenning en þeim“. „hæfileg vínnautn örfar hugann“ Andstöðumenn áfengisbanns voru á þeirri skoðun að áfengi væri ekki vandamál á Íslandi og fráleitt að líta svo á að áfengi væri eingöngu skaðvaldur. Þeir bentu á að í raun og veru væri „þjóðarsómi vor Íslendinga Fordæmin í útlöndum Oft var vísað til fordæma erlendis í umræðu um áfengismál. Blaðið Ísafold var lengst af ötult í baráttu gegn neyslu áfengis undir forystu Björns Jónssonar ritstjóra. Blaðið benti oft á fyrirmyndir í nágrannalöndum málstað sínum til stuðning. Til dæmis sagði það frá því árið 1876 að þremur árum fyrr hefðu verið sett lög í Frakklandi gegn ofdrykkju. Samkvæmt þeim var hver sá er „hittist ölvaður á almannafæri“ dæmdur í sekt eða jafnvel til fangelsisvistar, og hætta væri á missi kosningaréttar og kjörgengis við ítrekuð brot. Auk þess greindi blaðið frá því að viðurlög við ölvun og ofbeldi af þeim sökum hefðu verið hert, bæði í ríkjum í Norður- og Suður-Ameríku. „Lög gegn ofdrykkju“. Ísafold 17. mars 1876, 18. 40
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==