Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
hversu vel vér kunnum að fara með áfenga drykki, og hversu afarlangt það er frá því að ofdrykkja sé þjóðar- löstur“. 124 Hvernig ætti slíkt líka að geta átt sér stað, spurði blaðið Ingólfur síðla árs 1909, þegar „hvergi í Norðurálfunni“ væru „jafnfá veitingahús og hér á landi, að eins 3 á öllu landinu, 1 hér í Reykjavík og 2 á Akureyri.“ 125 Andbanningar töldu að miklu fremur bæri að líta svo á að hin „hressandi áhrif, sem gott vín hefir“ bættu „skaðann sem af áfenginu leiðir.“ Frægir sérfræðingar hefðu auk þess bent á að léttara væri að „vinna þegar áfengis væri neytt“. 126 Jafnvel mætti líta á brennivín sem nauðsynjavöru, ekki síst fyrir sjómenn, enda væri það jafnan svo að mest væri drukkið af brennivíni þar sem sjórinn væri sóttur af mestu kappi. 127 And- stæðingar banns bentu einnig á að áfengi væri jafnan notað sem lyf við ýmsum sjúkdómum. Til dæmis væri „altítt orðið, að ráðleggja vín, cognac eða whiskey við „feber“ í staðinn fyrir „kínin“. Alkunna væri einnig að fólk sem þjáist af langvinnum sjúkdómum fer „þrá- vallt til manna hjer og biðja þá um að hjálpa sjer um flösku af víni, af því að læknirinn hafi ráðlagt þeim að drekka það.“ 128 Undir þessar skoðanir tók Jónas Jónassen læknir. Hann nefndi að „bæerskt öl“ væri „mörgum mönnum hollur drykkur … og mörgum jafnvel alveg nauðsynlegur drykkur.“ Og hann bætti við að læknar í Englandi og víðar ráðlegðu „opt mikið af whisky við taugaveikinni.“ 129 Þá rifjaði Jónassen upp að vín væri hið besta meltingarmeðal og ekki mætti gleyma því að það væri oft nauðsynlegt göml- um mönnum, jafnvel eins og „mjólkin er börnunum“. Loks mætti geta þess að vínið væri „sparsemdar-nær- ingarmeðal“, þ.e. þeir sem neyttu áfengis fyndu síður fyrir svengd. Á þessu hefðu margir fátæklingar áttað sig og getað sparað við sig mat á þennan hátt; með þessu vildi Jónassen þó ekki mæla. 130 Andbanningar, ekki síður en bannmenn, tíndu líka fram ýmis rök fyrir málstað sínum frá öðrum löndum. Þeir bentu á að þar sem áfengisbann hefði verið sett erlendis – og það var fyrst og fremst í ein- stökum fylkjum Bandaríkjanna − hefði það fastan fylgifisk, aukna lögleysu. Það sem hefði verið sýni- legt færi niður í jörðina; menn fyndu leiðir til þess að komast hjá banni á allan mögulegan hátt. Halldór Hermannsson fjallaði um þetta efni í grein í Ingólfi árið 1910 með hliðsjón af reynslunni í Bandaríkj- unum. Hann benti á að reynslan hefði sýnt að hætta væri á að menn vendust á að „drekka einir og í laumi“. Hann gat þess einnig að áfengi semmenn neyttu undir banni væri „dýrt, sterkt og vont“ en vín og öldrykkja hyrfi að mestu úr sögunni. Halldór nefndi einnig að mikið væri um alls konar bindindisdrykki en þeir væru „mest sætt sull, sem er enginn meltingarbætir mönnum; auk þess eru margir þeirra blandaðir kóka- íni, og öðrum skaðlegum efnum“; svo mun raunar hafa verið um drykkinn Coca-Cola í fyrstu. 131 Stuðningsmenn og andstæðingar banns deildu um hvort áfengisbann væri brot á persónulegu frelsi manna; það staðhæfðu andbanningar. Bannmenn og andbanningar ræddu líka hvernig aðrar þjóðir mundu dæma Íslendinga ef til banns kæmi. Andbanningar staðhæfðu að erlendis yrði það haft til marks um að Íslendingar væru illa siðaðir. Útlendingar myndu álykta sem svo að þjóðin væri svo „skrælingjalega ístöðulaus og hneigð til ofdrykkju, að þetta hefir þótt einasta ráðið, sem dygði til þess að bjarga henni. En mér er spurn: Eigum við slíkt Eskimóa-orð skilið?“, velti Hannes Hafstein ráðherra fyrir sér. 132 Fleiri sam- Valtýr Guðmundsson um vínnautnina „… hæfileg vínnautn örfar hugann og eykur gleðina, en gleðin hefir aptur á móti komið á stað ýmsum hreifingum, sem hafa orðið undir- rót þarflegra fyrirtækja, og hjer á landi er sann- lega ekki of mikið af gleði, en aptur því meira af deyfð og doða, sem hvílir eins og martröð á þjóðinni og kæfir og drepur marga nytsama framkvæmd.“ Alþt. 1894 B, 206. Valtýr Guðmundsson (1860–1928) háskólakenn- ari, alþingismaður og and- stæðingur áfengisbanns. 41
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==