Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
líkingar voru teknar. Spurt var hvort Íslendingar gætu ekki umgengist áfengi og menning þeirra væri „jafn veikburða sem blökkumannanna í Afríku“. 133 And- banningar notuðu því í raun svipaðar röksemdir og bannmenn en með öfugum formerkjum. Vísað var til bókar þýska Íslandsfarans Pauls Her- mann um þetta efni. Þar hefði hann m.a. fjallað um baráttu Íslendinga fyrir áfengisbanni og furðað sig bæði á ofstæki hinna fornu víkinga og skorti þeirra á viljastyrk í umgengni við áfengi. 134 Þá bentu andbann- ingar á að heppilegra væri að barátta gegn ofneyslu áfengis væri leidd af frjálsum félagasamtökum fremur en að setja lög um bann. Hætta væri á að þá teldu menn sigur unninn og svæfu á verðinum. Þeir bentu líka á að þó að áfengi yrði útrýmt frá Íslandi yrði það áfram til annars staðar í veröldinni. Því þyrftu lands- menn að læra að umgangast það í stað þess að liggja „þá álíka flatir fyrir „eldvatninu“ og blökkumenn á vorum tímum“ þegar þeir kæmust í kynni við það. 135 Guðjón Guðlaugsson alþingismaður dró saman helstu röksemdir andbanninga þegar rætt var um hugsanlega frestun bannsins á Alþingi árið 1912. Röksemdir hans voru í sjö liðum: í fyrsta lagi rýrðu bannlögin tekjur landssjóðs stórlega; í öðru lagi hefði sú ákvörðun að láta ekki falla saman innflutnings- og sölubann í för með sér að hætta væri á að margir leiddust út í ofdrykkju og lögbrot; í þriðja lagi benti Guðjón á að hætta væri á að lögin yrðu þverbrotin; í fjórða lagi væri líklegt að lögin yrðu til þess að ala upp í landsmönnum þrjósku og að gera Íslendinga hlægilega í augum útlendinga. Auk þess væru líkur til að lagasetning þessi fældi útlendinga brott frá landinu. Í fimmta lagi krepptu lögin óeðlilega að frelsi einstaklinganna; í sjötta lagi yrðu þau til þess að öll bindindisstarfsemi koðnaði niður og loks í sjö- unda lagi væri hætt við að fólk færi að neyta margvís- legra annarra drykkja sem væru síst betri fyrir heilsu manna. 136 Nánar verður fjallað um ýmsar röksemdir andbanninga síðar í tengslum við samþykkt bann- laganna. Auglýsing um Coca-Cola úr blaðinu Lögbergi 26.12.1918 en áratugum saman var efni kóka-plöntunnar m.a. notað í drykkinn. 42
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==