Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Yfirlit Hreyfing bannmann efldist mjög um og eftir alda- mótin 1900. Þeir lögðu áherslu á að takmarka aðgengi að áfengi, t.d. með því að fá kaupmenn til að hætta að selja áfengi og með margvíslegum öðrum takmörk- unum. Baráttan var árangursrík og neysla minnk- aði mikið. Hreyfingin lagði ríka áherslu á að áfengi væri heilsuspillandi, auk þess sem drykkjuskapur ylli margvíslegu tjóni, alvarlegum slysum og háska á heimilum. En mest áhersla var lögð á að uppræta ætti áfengisneyslu til þess að bæta menntun og menn- ingu þjóðarinnar, til þess að hún gæti staðið jafnfætis öðrum þjóðum. Þjóðin yrði að sýna að hún líktist ekki „siðlausum villiþjóðum“. En málið var einnig nýtt til að draga skýrar línur á milli dönsku herra- þjóðarinnar og Íslendinga, þar sem áfengisneysla var talin merki um spillingu herraþjóðarinnar sem þyrfti að varast. Umræðan um áfengismálin fléttaðist því mjög inn í umræðu um sjálfsmyndir og sjálfstæði þjóðarinnar. Andbanningar lögðu á hinn bóginn áherslu á að ekki mætti skerða frelsi fólks með banni, heldur ætti að treysta því. Að sumu leyti voru röksemdir þeirra svipaðar og bannmanna: þeir fullyrtu að með banni væri verið að lýsa því yfir að þjóðin hefði ekki næga siðmenntun eða þroska til þess að umgangast áfengi. Auk þess væri áfengi ekki eins skaðlegt og af væri látið, það væri jafnvel til gagnlegt. Þá væri reynsla af bönnum slæm og leiddi aðeins til lögbrota. Kvæði eftir ókunnan höfund Skáldaþjóðin hlaut að taka ljóðafákinn í þjón- ustu sína í baráttunni um bannið. Skáld sem ekki lætur nafns síns getið birti ljóðið „Fækk- um hlekkjum en fjölgum ekki“ í blaðinu Ingólfi árið 1911. Þar segir m.a.: Sjáum við Egil, sem engum hneigir í orðum forðum né geiraslag; oft er hann kenndur, en aldrei stendur á örum svörum né snjöllum brag Glens er á vörum – vel fer á svörum, veigar er teigar glaðvær þjóð; hressist þá lundin, styttist þá stundin streyma í heiminn smellin ljóð. … Og lífsgleðin dvínar, ef landrækt er vínið svo ljósin „ósa“ í þjóðar önd. Steypum ei helsi úr hressandi frelsi höftunum öftrum á fót og hönd. Nei, bannið oss aldrei nje verjið með valdi veigi, er beygjast að Paradís. Felið ei glóðir, sem gefa oss móðinn að ganga vorn stranga skapa-ís. „Fækkum hlekkjum en fjölgum ekki“. Ingólfur 20. desember 1911, 202. 43

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==