Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
3. Lög og reglur um áfengi fram að banni „Brennivínstollar“ Þegar um miðja 19. öld var rætt um möguleika á því að leggja gjöld á innflutning og sölu brennivíns eins og gert hefði verið í Noregi; eins og hér kemur fram var oft leitað fyrirmynda hjá Norðmönnum í umræðum um ýmis þjóðþrifamál á 19. öld og fram á hina 20. Rétt væri að fara í fótspor þeirra með því að leggja gjald á „ónauðsynjavörur“. 137 Hér átti að slá að minnsta kosti tvær flugur í einu höggi, annars vegar að koma í veg fyrir að landsmenn sóuðu fé sínu í vitleysu en hins vegar að styrkja góð málefni. Hug- myndin var sú að nýta gjald á brennivín til þess að koma upp barnaskóla í Reykjavík; Norðmenn hefðu einmitt nýlega lagt skatt á brennivín sem rann til sjóða sem styrktu fátæka. Nefndin sem fjallaði um málið velti jafnvel fyrir sér hvort ekki mætti á þennan hátt „koma smám saman upp barnaskólum þannig, að hvert lögsagnarumdæmi skyldi verja tolli þeim, sem þar yrði goldinn, til skóla í því héraði eða umdæmi.“ Með öðrum orðum: láta brennivínstoll standa undir fræðslumálunum. 138 Ekki náðist þó samstaða um þetta á Alþingi og féll málið niður. Allt fram til 1871 voru svokölluð lestargjöld helstu álögur á innfluttar vörur. Samkvæmt lögum um þau efni frá 1854 var greitt gjald af hverri smálest skipa sem komu til landsins. Árið 1865 lögðu dönsk stjórn- völd frumvarp fyrir Alþingi um sérstakt áfengisgjald. Helsta markmið þess var að vinna að eflingu á „fram- förum landsins, og til þess að standast kostnaðinn af nýjum endurbótum, sem álitnar yrðu nauðsynlegar.“ Markmiðið var líka að „sporna við ofdrykkju“ þó að andstæð sjónarmið kæmu fram í orðum konungs- fulltrúa sem taldi hlutverk frumvarpsins ekki vera að leggja „neitt hapt á ofnautn áfengra drykkja hér á landi.“ 139 Samkvæmt frumvarpinu var gert ráð fyrir að selja kaupmönnum leyfisbréf til þess fá að selja brennivín, en sá háttur var t.d. hafður á í Færeyjum frá 1860 og hafði gefist vel; raunar var frumvarpið í stórum dráttum sniðið eftir þeim reglum sem giltu í Færeyjum. 140 Íslendingar tóku þessu frumvarpi, og skyldum frumvörpum í kjölfarið, ekki fagnandi þó að þeir væru ekki frábitnir því að leggja skatt á brennivínssölu eða -veitingar. Ástæðan var sú að þeir voru ósáttir við að lagðir yrðu á skattar sem hlutu að renna í danska ríkissjóðinn og verða hluti af dönsku fjárlögunum meðan ekki var búið að aðskilja fjárhag Íslendinga og Dana. Öðru máli hefði gegnt ef tollurinn hefði átt að renna í sjóð sem yrði varið til „sérstakra þarfa Íslands“. En einnig var bent á að gjaldið legðist af mis- jöfnum þunga á kaupmenn og gæti orðið þungbært smákaupmönnum. 141 Frumvarp um brennivínsgjald var lagt fram að nýju árið 1871. En nú hafði verið breytt um stefnu. Lagt var til að settur yrði aðflutningstollur á innflutn- ing áfengis í stað leyfisbréfs til smásölu. 142 Fjárhagur Íslendinga og Dana hafði verið aðskilinn með stöðu- lögunum 1871, sem fyrr getur, en Danir höfðu þó ekki sagt skilið við fjármál Íslendinga. Það var danski dómsmálaráðherrann sem fór með málefni Íslands og réð mestu um ráðstöfun fjármuna á Íslandi, en Alþingi var einungis ráðgefandi enda ekki komið með löggjafarvald enn. Nefnd á vegum þingsins sem fjallaði um frumvarpið var jákvæð í umsögn sinni og taldi því ekki síst til tekna að slíkur tollur gæti dregið úr drykkjuskap og leitt til þess að minna „yrði keypt af slíkri óþarfavöru“. Meirihluti nefndarinnar mæltist 44
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==