Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

þó til þess að gildistími laganna yrði við það miðaður að Alþingi hefði fengið „fullt fjárforræði og fjárveit- ingarrétt“. En við þeirri kröfu var ekki orðið. Það varð til þess að þingmenn snerust öndverðir gegn frum- varpinu. Krafa þeirra var með öðrum orðum: fyrst stjórnarbót, síðan mátti hefjast handa við alls kyns umbætur, þar með að styrkja landssjóðinn. Forystu- menn Íslendinga reyndust því fastir í umræðu um stjórnskipan landsins og voru tilbúnir að leggja brýn nauðsynjamál til hliðar af þeim sökum. 143 Dönsk stjórnvöld tóku ekki tillit til sjónarmiða Íslendinga. Frumvarpið varð að lögum og gaf kon- ungur út tilskipun um gjald af brennivíni og öðrum áfengum drykkjum árið 1872. Samkvæmt tilskipun- inni átti að greiða átta skildinga af hverjum potti af „alls konar víni og brennivíni eða þess háttar tilbúnum áfengum drykkjum“ sem fluttir væru inn í stórum ílátum. Sama gjald bar einnig að greiða af hverri þriggja pela flösku af áfengi. Gjaldið átti að renna í landssjóðinn. Viðbárur Íslendinga við frum- varpinu eru því lítt skiljanlegar og virðast snúast um form fremur en innihald; deilurnar urðu til þess að menn bundust samtökum um að hætta að kaupa áfengi og stofnuðu af þessu tilefni sérstakt bindindis- félag 1. apríl 1873 eins og fyrr hefur verið nefnt. En sjálfstæðan fjárhag fengu Íslendingar árið eftir og var þá bindindið úr sögunni, enda stórjókst þegar inn- flutningurinn. Áfengisgjaldið bar að greiða við komu skips til Íslands; viðurlög voru nokkur ef gjaldið var ekki greitt: tvöfalt það gjald sem svikist hafði verið um að greiða. Tolleftirlit var hins vegar lítið eða ekk- ert og ekki sérstök tollstjórn í landinu. Innandyra í Godthaabs- versluninni, Austurstræti 16. 45

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==