Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Afsláttur boðinn á jólavín inu hjá B. H. Bjarnasyni, þó ekki á brennivíni, auglýsing úr blaðinu Ingólfi 21.12.1910. Lögin um brennivínstollinn voru tímamótalög; þau voru fyrstu lög er vörðuðu gjaldtöku á tiltekinni vörutegund og einnig fyrstu lög sinnar tegundar sem höfðu það sem yfirlýstan tilgang að draga úr áfengis- neyslu. Samkvæmt lögunum var sama gjald lagt á allar áfengistegundir, án tillits til styrkleika. Þessu var breytt á Alþingi árið 1875 og aftur 1879, enda hafði reynslan sýnt að farið var í kringum lögin. − Í stað brennivíns fluttu að minnsta kosti sumir kaup- menn einfaldlega inn spíra sem þeir þynntu til helm- inga eða meira og seldu sem brennivín og komust þannig hjá að greiða tollinn nema til hálfs eða svo. Lagabreytingin 1875 fól í sér að gjöld á áfengi yrðu breytileg eftir vínandamagni, 15 aurar af hverjum potti víns en allt að 30 aurar á sterkasta brennivíni og vínanda. 144 Jafnframt var lagður tollur á öl, fimm aurar á hvern pott, en það hafði fram að því verið tollfrjálst. Með lagabreytingu árið 1879 var brennivíns tollurinn hækkaður um helming, en gjald af öl- og víninnflutningi hélst óbreytt. Samhliða var svokallað lestargjald fellt niður, enda talið að það kæmi hart niður á helstu útflutningsvörum Íslendinga, t.d. á „kaupmenn þá, sem sækja sauði, og á Spánverja, sem sækja saltfisk hingað“. Auk þess var bent á að gjaldið kæmi verst niður á þeim sem væru fátækastir. Frá og með tollabreytingunni 1879 varð víntollurinn ein helsta tekjulind landssjóðs um langt skeið. 145 Árið 1875 var í fyrsta sinn lagður á tóbakstollur í því skyni að auka tekjur landssjóðs. 146 Við þessa ákvörðum var vísað í brennivínstollinn með þeirri röksemd að ósanngjarnt væri að aðeins væri greiddur tollur af einni tegund munaðarvara en ekki öðrum. Nærri má geta að erfitt hefur verið að fylgjast með hvort lög um innflutning á áfengi og tóbaki væru brotin. Í lögum um tóbakstollinn var höfðað til sam- visku innflytjenda og ættu þeir að segja til „upp á æru og samvisku, hvort og hve mikið af tóbaki eða vindlum hann með hverri ferð frá útlöndum hefir meðtekið.“ 147 Hér að framan hefur stuttlega verið drepið á nokk- ur þeirra raka sem sett voru fram fyrir því að hækka gjöld á tóbaki og áfengi, umfram aðrar vörur. Oft var bent á óhollustu þessa varnings til að réttlæta há gjöld en það sjónarmið kom þó fram að gjöldin mættu ekki verða svo há að landssjóður yrði háður þeim. 148 Marg- ir stöguðust á því að þessar vörur, og fleiri innfluttar vörur, t.d. kaffi og sykur og jafnvel „ýmsar ljereptateg- undir“, væru munaðarvörur, óhófsvörur sem sjálfsagt væri að takmarka notkun á eins og unnt væri. 149 Þess má geta að sérstakur kaffi- og sykurtollur var lagður á árið 1889. 150 Sumir töldu jafnvel rök til þess að banna innflutning þessara vara en flestir sem létu í sér heyra um þessi mál álitu vænlegast að láta duga að hækka gjöldin. Allt fram til aldamótanna 1900 voru aðflutn- ingsgjöld á áfengi, tóbak, kaffi og sykur einu innflutn- ingsgjöldin sem landssjóður hafði tekjur af og skipti áfengistollurinn þar mestu. 151 Árið 1911 var síðasta árið sem heimilt var að flytja inn áfengi til neyslu og þar með blasti við að staða landssjóðs myndi gjörbreytast. Hann þurfti augljós- lega að fá aðra tekjustofna og niðurstaðan varð sú að leggja toll á allar vörur, þannig að greiddar væru 50 krónur af hverju kílói vörunnar. Lægra gjald var þó lagt á ýmsar þungavörur og sumar vörutegundir voru alveg undanþegnar tollinum. Tollurinn náði þó til flestra vara; sökum þess að hann miðaðist við vigt torveldaði hann innflutning á ýmsum vörum, gerði hann jafnvel ómögulegan, einkum á vörum sem voru ódýrar miðað við þunga. Tollurinn varð því illa þokk- aður. Breytingar voru þó gerðar á tollalögunum á næstu árum sem komu til móts við þessa gagnrýni. 152 46
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==