Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Saumað að kaupmönnum og veitingamönnum Þegar um miðja 19. öld var rætt um það á Alþingi, m.a. 1853, að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir drykkju í verslunum. Óæskilegt væri að kaupmenn seldu staup yfir búðarborðið. 153 Þessi tillaga náði skammt að sinni en hugmyndin hélt lífi og kom m.a. fram í tillöguflutningi Einars Ásmundssonar alþingis- manns aldarfjórðungi síðar. Hann lagði til á Alþingi árið 1879 að öllum sem seldu brennivín eða annað áfengi skyldi gert að kaupa árlega sérstakt leyfisbréf til þess hjá landshöfðingja. Kvaðst flutningsmaður flytja frumvarpið að ósk fjölmenns fundar í kjördæmi sínu; sjálfur væri hann því að vísu ekki sérlega meðmæltur en teldi sér skylt að koma því á framfæri. Tilganginn með frumvarpinu kvað Einar vera að „afstýra prangi með brennivín og staupasölu, smábaukum og veit- ingakofum, sem alsstaðar koma fram, þar sem kaup- tún rísa upp, svo að veitingahúsin verða nálega eins mörg og hin húsin.“ 154 − Hér hefur flutningsmaður örugglega í huga sinn eigin kaupstað, Akureyri, en þar hafði veitingahúsum fjölgað ört. − Tilgangurinn var vitaskuld líka sá að sporna við staupasölu í versl- unum sem fyrr hefur verið fjallað um, enda kom fram í frumvarpinu að það ætti ekki einungis við um veitingastaði heldur einnig verslanir. Í umræðum um þetta efni kom reyndar fram að brennivínsveitingar í verslunum væru bannaðar samkvæmt aldargömlum lögum frá 13. júní 1787, en „lög þessi eru orðin svo gömul, að svo lítur út, sem þau sjeu gleymd víðast hvar“, sagði Tryggvi Gunnarsson alþingismaður. 155 Tryggvi er hér að vísa til tilskipunar um verslun og siglingar frá 1787 sem fyrr hefur verið getið en hann fer hér villur vegar. Bannákvæði tilskipunarinnar náðu einungis til þeirra sem ekki höfðu borgarabréf en ekki kaupmanna. Í umræðum um frumvarpið kom einnig fram að brýnt væri að veitingamenn hefðu aðstöðu til að bjóða gestum húsaskjól og nefnd sem fjallaði um málið lagði til að í frumvarpinu yrði gerð krafa um að hver veitingamaður hefði að minnsta kosti sex rúm fyrir gesti, enda væri ólíðandi að gestum væri úthýst drukknum, öðrum til ama og leiðinda og þeim sjálfum jafnvel til tjóns. Svo lauk að flutningsmaður dró frumvarpið til baka og kvað nefnd hafa komist að þeirri niðurstöðu að óæskilegt væri að „beita þving- unarmeðulum, heldur verður að innræta mönnum þá sómatilfinning, að það sje ósæmilegt fyrir hvern mann að vera ofdrykkjumaður.“ 156 Sex árum síðar lagði Einar fram annað frumvarp um takmörkun á sölu áfengra drykkja. Samkvæmt því væri kaupmönnum óheimilt að selja minna magn í senn en 40 lítra af hvers konar áfengi. Þó mátti heim- ila kaupmönnum og veitingamönnum að selja minna magn gegn því að þeir keyptu leyfisbréf frá sýslunefnd eða bæjarstjórn. 157 Markmiðið var að koma í veg fyrir staupasölu og gjafir í verslunum sem í raun hafði leitt til þess að verslanir víða á landinu voru einnig vín- veitingastaðir. Þetta var mörgum þyrnir í augum eins og fyrr hefur verið rætt og vaxandi stuðningur meðal almennings á ofanverðri 19. öld við að stöðva vínveit- ingar hjá kaupmönnum. Sumir sem um þetta fjöll- uðu veltu þó fyrir sér hvernig það gæti farið saman að reyna að draga úr áfengisneyslu en auka um leið það lágmarksmagn sem hver og einn yrði að kaupa. Í þessu var fólgin þversögn en aðferðin var engu að síður vinsæl víða um lönd. 158 Frumvörp Einars hlutu ekki brautargengi en fleiri hugmyndir um takmörkun heimilda til að selja áfengi komu fram á Alþingi um þetta leyti og á næstu árum – og stundum lagafrumvörp. Með breytingu á lögum um verslun og siglingar frá 1879 voru til dæmis lagðar nokkrar hömlur á sölu áfengis, m.a. á þann hátt að fastakaupmenn máttu einungis selja áfengi í löggiltum verslunarstöðum en ekki beint úr skipum á öðrum stöðum. Í lögunum var einnig tekið fram að hver búandi maður mætti „verzla með allan varning“ en þó ekki áfenga drykki nema kaupa til þess leyfis- bréf. Þó var sýslunefnd heimilt að hafna slíkri leyfis- beiðni ef hún teldi hættu á að verslun af því tagi yrði „vanbrúkuð“. 159 Jón Ólafsson og fleiri þingmenn lögðu fram frum- varp á Alþingi árið 1887 um veitingar áfengis. Það 47

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==