Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Bannmenn hvetja til þátttöku í atkvæðagreiðslu um áfengisbannið. Ísafold , 5.9.1908. bönnuð í landinu. Nefndin var á þeirri skoðun að ef á daginn kæmi í atkvæðagreiðslu að „að minnsta kosti 2/3 hlutar þjóðarinnar“ væru hlynntir aðflutnings- banni mætti ætla „að þess konar lög mundu koma að tilætluðum notum“. 182 Flutningsmenn tillögunnar lögðu til að atkvæða- greiðslan yrði árið 1907 en því var breytt í meðförum þingsins og var tillagan samþykkt þannig að atkvæða- greiðslan færi fram samhliða Alþingiskosningunum árið 1908. Til marks um vald templara má geta þess að í auglýsingu Stjórnarráðsins um kosninguna var gert ráð fyrir að umboðsmaður stórstúku templara hefði rétt til að vera viðstaddur er atkvæðasendingar væru opnaðar til talningar og að vera viðstaddur er atkvæðin væru talin. Talningunni átti að vera þannig hagað að teljari rétti „umboðsmanni Stórstúkunnar eða þeim mönnum sem til væru kvaddir“ hvern seðil en meðkjörstjórar merktu síðan við hvort atkvæðið teldist jákvætt eða neikvætt. 183 Í atkvæðagreiðslunni fór svo að um 3/5 hlutar þeirra kjósenda sem greiddu atkvæði samþykktu bann (4900 studdu bann en alls kusu 8118). Þó verð- ur að hafa í huga að konur höfðu ekki kosningarétt en kosningaþátttaka atkvæðisbærra manna var um 75%. 184 Sennilegt er að bannið hefði hlotið meira fylgi ef konur hefðu mátt kjósa, en meðal þeirra virðist stuðningur við bann hafa verið almennur. Bannlög voru samþykkt á Alþingi árið eftir, 1909, og varð Ísland þar með fyrsta landið til að setja á allsherjarbann. Í umræðum um frumvarpið var raunar bent á að bannmenn hefðu ekki náð stuðn- ingi 2/3 kjósenda eða 66% eins og markmið þeirra var. Rétt um 60% studdu bann en 40% voru á móti. Til samanburðar má geta þess að þegar sambærileg atkvæðagreiðsla var haldin í Færeyjum árið 1907 var kosningaþátttaka tæp 50%, kosningarétt höfðu bæði karlar og konur. Sölubannið hlaut yfirgnæf- andi stuðning, um 97% atkvæða; en þar var vel að merkja eingöngu um sölubann að ræða, en ekki inn- flutnings- og sölubann eins og til stóð að setja hér- lendis. 185 Samkvæmt bannlögunum var óheimilt að flytja inn alla áfenga drykki sem innihéldu meira en 2¼% af vínanda. Aðflutningsbannið átti að taka gildi 1. janú- ar 1912 en sölubann þremur árum síðar og eftir það mátti ekki afhenda, gefa, selja eða veita áfengi. Miðað var við að þá væri runninn út réttur veitingamanna samkvæmt áfengislögum frá 1899 og þyrfti því ekki að greiða þeim skaðabætur. Ekki fögnuðu bannmenn 52

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==