Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
voru ákvæði um meðferð áfengis í skipum er kæmu hingað til lands og einnig var þar að finna heimildir til húsrannsóknar ef grunur léki á um óleyfilega sölu eða veitingar á áfengi. Þá voru í lögunum refsiákvæði ef læknar gerðu sig seka um að gefa út lyfseðla fyrir áfengi sem ekki væri ætlað til lækninga. 189 Bannlögin voru samþykkt með miklummeirihluta á Alþingi. Engu að síður var frumvarpið gagnrýnt − oft harðlega − bæði af „Bakkusar-“ og „bannvinum“. Bannvinum þóttu sum ákvæði ekki ganga nógu langt og var illa við allar undanþágur. Til dæmis var þeim mjög í nöp við undanþágu fyrir smáskammtalækna til að flytja inn áfengi, ekki síst Guðmundi Björnssyni landlækni og alþingismanni Guðmundur var harður bannmaður og mikill andstæðingur smáskammta- lækna eða hómópata: „hver skottulæknir, hvaða dóni sem er … hefur heimild til að kaupa óblandað, ómengað áfengi frá útlöndum í því skyni að hafa það í lyf sín … og [getur] boðið kunningjunum heim til sín og gefið þeim að súpa á því – sjer til heilsubótar“. 190 Andbanningar töldu þetta „verstu lög sem nokk- urn tíma hafa komið frá þingi“. Fráleitt væri að tala um ofdrykkju sem þjóðarböl á Íslandi, eins og bann- menn gerðu, enda væru einungis drukknir þrír lítrar af vínanda á mann á ári hérlendis samanborið við 10 lítra í Danmörku og 15 lítra í Frakklandi. 191 Efast má um einlægan áhuga sumra þingmannanna sem studdu bann á framgangi málsins. Fyrir mörgum var málið pólitískt viðfangsefni; þingmannsefnum fyrir kosningarnar 1908 var ljóst að það gæti skipt sköpum fyrir kosningu að lýsa stuðningi við bannið og sumir tóku ákvörðun á þeim grunni fremur en vegna sann- færingar um nauðsyn banns. Reynslan sýndi að þessi afstaða átti við rök að styðjast, frambjóðendur sem streittust á móti fengu að kenna á styrk bindindis- hreyfingarinnar. 192 Konungur staðfesti bannlögin 30. júlí 1909 en sá orðrómur hafði verið á kreiki að hann mundi jafn- vel neita að gera það til að verja hagsmuni danskra áfengisframleiðenda og danskra Íslandskaupmanna. Ástæða var til að ætla að slíkt gæti gerst, enda höfðu dönsk stjórnvöld reynst mjög treg til að fella sig við Áfengisbanni fagnað í Ísafold 11.9.1909. 54
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==