Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
mikið af áfengi í landið. Magnið samsvaraði um þriggja ára neyslu; landsmenn ætluðu greinilega að vera vel undir bannið búnir. Nefnt var að sumir hefðu tekið lán til áfengiskaupa, aðrir hefðu tekið fé út af bankareikningum. Einnig var greint frá því að menn hefðu stofnað félög í þeim tilgangi að panta vín til að geyma til mögru áranna. 206 Eftir samþykkt bannlaganna árið 1909 voru gerð- ar nokkrar tilraunir til þess að fá þeim hnekkt eða að minnsta kosti að fresta gildistöku þeirra, ekki síst á þeirri forsendu að efnahagur landsins þyldi illa það tekjutap sem af banninu hlytist. 207 Andbanningum var ljóst að hækkun tolls á öðrum vörum, ekki síst kaffi og sykri, yrði illa þokkuð, en kaffi var aðal- drykkur fólks í sjávarplássum. Sigurður Stefánsson alþingismaður lagði árið 1911 fram frumvarp um að fresta framkvæmd áfengisbannsins um þrjú ár og bar hann við slæmu fjárhagsútliti; áfengistollurinn hafði um langa hríð verið mikilvæg uppistaða í tekjum landssjóðs og ekki að undra að menn hefðu áhyggjur af afkomu hans. 208 Sigurður hafði á sínum tíma stutt bannlögin. Tillaga Sigurðar náði ekki fram að ganga, en samkvæmt henni áttu aðflutningsbann og sölubann að taka gildi á sama tíma, í ársbyrjun 1915. 209 Árið 1912 kom fram tillaga til þingsályktun- ar um þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að nema bann- lögin úr gildi. 210 Bannmenn brugðust hinir verstu við þessari tillögu og sögðu að það væri „óbærileg tilhugsun, að glata þeirri frægð, er hlotið höfum vér meðal erlendra þjóða fyrir að hafa runnið fyrstir á vaðið með annað eins menningarafrek“, enda væri hér „verið að verjast drepsótt“; bannmenn yrðu að „standa hér sem einn veggur“, eins og Björn Þor- láksson alþingismaður orðaði það, „standa eins og klettur, gegn þeirri ósvífnu, háðungarfullu tilraun, sem verið er að gera, til þess að hnekkja sæmd og virðingu þjóðarinnar og til þess að baka okkur sjálf- um skömm og skaða.“ Tilraunir andbanninga tókust ekki og var nú tíðindalítið frá þeim vígstöðum þar til eftir miðjan annan áratuginn. 211 Bannið tók gildi í árslok 1914 og eftir það mátti ekki selja áfengi. Var gleðskapur mikill þessi áramótin og var honum lýst svo í blaðafrétt: Gleðskapur var með mesta móti í bænum á gamlárskvöld. Allar götur miðbæjarins voru troðfullar af fólki. Einkum var troðningur mik- ill í Austurstræti, fyrir framan Hotel Reykjavík, ummiðnætti. Kl. 12 var hotelinu lokað og gest- ir allir beðnir að hverfa brott. Margir höfðu þá Vandlifað Björn Jónsson ráðherra var án efa einn ötulasti bannmaðurinn. Hann stýrði beittum penna í blaði sínu Ísafold og hafði sig mjög í frammi á Alþingi í baráttu gegn áfengisneyslu. Eftir að Björn varð ráðherra varð honum það á að bjóða til veislu þar sem vín var haft um hönd, sem þó átti að vera óáfengt. Blaðið Ingólfur skýrði hlakkandi frá því að í veislunni hefði verið „fagnaður mikill, og jók hin gómsæta mungát mjög fagnaðinn … Og þótti einkum templur- um og öðrum bindindismönnum áhrifin mjög þægileg“ og urðu ýmsir „hreifir, kenndir og drukknir“ að sögn blaðsins. Í ljós kom að vínin voru ekki óáfeng heldur innihéldu þau 6–8% vínanda. Af slíkum vínum þurfti að borga toll og það varð nú ráðherrann að gera. Verra var að templarar tóku málið óstinnt upp og ákváðu að víkja einum mikilsvirtasta félaga sínum úr regl- unni. En Björn varð fyrri til, enda brottrekstur hneisa. Hann sagði sig úr reglunni en með hlið- sjón af málavöxtum, meðal annars greinargerð sem Sveinn sonur Björns tók saman, ákvað reglan þó að fara fram á það við Björn að hann drægi úrsögn sína tilbaka og varð hann við þeim tilmælum. „Ráðherrann segir sig úr Goodtemplarafélaginu“. Ingólfur 7. janúar 1910, 1. − Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson, Bruggið og bannárin , 40-41. 57
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==