Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

helt í sig helst til of ört og mikið síðustu mín- úturnar, sem áfengissala var leyfileg, og voru ryskingar töluverðar við dyrnar. Vildu sumir fá að komast inn aftur, en aðrir stóðu á banka- tröppunum og sungu sálmalög margraddað. En púðurkerlingar, flugeldar og óp heyrðust alsstaðar í kring. 212 Þrátt fyrir að síðustu áramótin fyrir bann væru „blaut“ og ljóst að syndaselir væru margir, voru miklar vonir bundnar við bannið. Björn Þorláksson alþingismaður, einn harðasti bannmaðurinn, var á þeirri skoðun að stórkostleg breyting hefði orðið til batnaðar frá því að bannlögin voru sett 1909 og þar til þau tóku gildi að fullu fimm árum síðar. Sveitirnar „væru nú að mestu orðnar þurrar“ en „nokkuð af víni væri eftir“ í kaupstöðunum og við sjóinn. En Björn var vongóður og taldi ekki vanta nema herslumuninn til þess að Íslendingar „losnuðu að fullu við áfengis- bölið“. 213 Áður hefði landið allt verið „einn votur völlur, eins og ein sveit hjer á landi hefir verið kölluð Votuvellir“. En ástandið í kaupstöðunum hafði líka batnað mikið, að sögn Björns, eins og hann lýsti af mikilli nákvæmni: Jeg hefi verið hjer í Reykjavík nú í sumar og undanfarin ár og hefi sannfærst um þá miklu breytingu, sem orðið hefir í þessu efni á síð- ustu árum. Nú er það sjaldgæft að sjá ölvaðan mann, ekki af því, að það komi ekki fyrir að menn verði ölvaðir … heldur af því, að menn eru farnir að blygðast sín fyrir að láta sjá sig ölvaða. Þingmenn og þingskrifarar sanna þetta. Jeg hefi nú verið á 5 þingum, þetta er það 6., og get borið vitni um það, að áður var það ekki svo sjaldgæft, að maður sæi þingmenn ölvaða á þingfundum, og þingskrifarar voru stundum svo drukknir, að þeir gátu ekki gætt starfa síns. Jeg vil nú ekki segja að þetta sje alveg horfið, því t.d. var einn þingskrifarinn úr neðri deild að ráfa hjer um gangana í þinghúsinu í gær talsvert drukkinn. 214 Fjallað um óreglu á Siglufirði í blaðinu Ísafold 3.7.1909. 58

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==