Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Að sögn Björns átti sama þróun sér stað til sveita þar sem „einstakir menn … panta sjer feiknin öll af áfengi og selja svo í laumi.“ Björn benti á Bandaríkin sem víti til varnaðar en þar hefðu bannlög reynst hafa áhrif til hins verra. 218 Héraðslæknirinn í Vestmannaeyjum hefði sannar- lega getað tekið undir orð Björns. Hann kvað leyni- vínsala í Eyjum hafa verið furðu marga árið 1908 og áfengið sem þeir seldu hefði bæði verið „illt og dýrt“. 219 Svipuð var reynslan á Eyrarbakka en þar kvað héraðslæknirinn, Ásgeir Blöndal, áfengisneyslu hafa aukist eftir að sölu var hætt í verslunum þar í kaup- túnunum; þá fóru að rísa upp leynisölustaðir meðfram öllum vegum og sumstaðar hér í kauptún- unum. Vínfangalestir ganga stöðugt úr Reykja- vík austur yfir fjall, en það er undantekning ef sönnun fæst fyrir ólöglegri sölu áfengis, því kaupandi vill ekki byrgja fyrir sér brunn- inn með því að koma upp um leynivínsalana og leynisalinn getur alltaf sagt að hann gefi mönnum í staupinu. Alþýða hér skoðar það sem kúgun frá hendi Goodtemplara, að hafa afmáð sölu víns hér í kauptúnunum, og Templ- arafélagið hér á erfitt uppdráttar. 220 Svipaða sögu sögðu fleiri læknar, en þeim bar m.a. að gefa skýrslu um áfengisneyslu í héraði sínu; héraðslæknirinn á Dalvík kvað árið 1911 drykkju- skap heldur hafa aukist hin síðari ár með fækkun verslana sem seldu áfengi. Í þeirra stað hefði komið fjöldi leynivínsala á Akureyri sem gætu boðið lægra verð en „í hinum opinberu áfengisverslunum“. 221 Í lyfjaverslun á óþekktum stað, ef til vill á Eyrarbakka. 61
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==