Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Bíldudalslæknir var einnig á þeirri skoðun 1913 að áfengisneyslan hefði aukist undanfarin ár þrátt fyrir að engin opinber vínsala væri í plássinu en mörg ár þar á undan hefði hún dregist saman. Taldi hann lík- legast að orsökin væri bannið. 222 Undir þessi orð hefði Guðmundur Björnsson landlæknir örugglega ekki tekið, hann var harður bannmaður. Honum var hins vegar ljóst að eftir að hætt var að selja áfengi í verslunum, jókst mjög ásókn til lækna og lyfjaverslana. Menn fengu þá lyfseðil fyrir áfengi sem síðan var notaður aftur og aftur, að sögn landlæknis − og þessar hugleiðingar setti hann á blað ári áður en bannið tók gildi að fullu: „Jafnvel hjer í Reykjavík kvartaði lyfsalinn undan því, að á helgum dögum væri iðulega allmikill átroðningur í lyfjabúðinni af mönnum, sem bæðu um vínföng, eða svo og svo mikið af Hofmannsdropum, bersýnilega til nautnar.“ 223 Skyldi hann ekki hafa velt fyrir sér hvernig staða mála yrði eftir gildistöku bannsins? Sveitalæknarnir sögðu þó yfirleitt aðra sögu en læknar í kauptúnum og kaupstöðum: sveitirnar voru þurrar − eða svo til; „stórkostleg framför frá því sem áður var“ sagði einn þeirra; „Jeg hef í mörg ár ekki sjeð drukkinn mann“ sagði annar. 224 Samkvæmt bannlögunum máttu veitingastaðir sem höfðu vínveitingaleyfi veita áfengi til ársloka 1914. Þessir staðir voru orðnir sárafáir, eins og nefnt hefur verið, eftir harða baráttu templara og annarra bindindismanna, til dæmis aðeins einn í Reykjavík sem frú M. Zoëga rak í Hótel Reykjavík. En eitt er Apótekið á Siglufirði snemma á 20. öld. 62

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==