Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Morgunblaðið greinir frá afleiðingum áfengisdrykkju í Finnlandi 27.1.1932. til sölu á víni. Fjórum árum síðar fékk Vin & Sprit- centralen í Stokkhómi, sem var hluti af þessu kerfi, einkarétt til innflutnings á áfengi. Það var þó ekki fyrr en 1954 sem þessum fyrirtækjum var öllum slegið saman í eitt og ríkið eignaðist það alfarið. 236 Í skýrslu sem gerð var fyrir dóms- og kirkju- málaráðuneytið íslenska á fjórða áratug 20. aldar, var fjallað um hvernig þessum málum væri háttað í Svíþjóð en kerfið þar í landi, „Bratt-kerfið“, var kennt við lækninn Ivan Bratt sem lengi var hæstráðandi í Systembolaget í Stokkhólmi – segja má að Íslendingar hafi fylgst nokkuð vel með hvernig nágrannaþjóð- irnar höguðu áfengispólitík sinni. Í skýrslunni kom fram að megineinkenni sænska kerfisins væru eftir- farandi: Áfengisverslunin var í höndum hlutafélaga sem hvert um sig hafði tiltekið starfssvæði; tryggt átti að vera að hagnaður réði ekki för í starfsemi þessara félaga; halda átti „mjög nákvæmt eftirlit með hverjum einstaklingi“ til þess að koma í veg fyrir misnotkun áfengis. Kjarninn í kerfinu var svokölluð „motbok“ þar sem skráðar voru upplýsingar um kaup hvers ein- staklings en jafnframt var magnið sem hver og einn mátti kaupa í hverjum mánuði takmarkað. Þetta kerfi var tekið upp að hluta í Svíþjóð árið 1914 en náði til alls landsins frá 1917. 237 Í sænska kerfinu var gengið út frá því að enginn hefði rétt til að kaupa áfengi. Þeir sem óskuðu eftir undantekningu frá reglunni – og þeir voru margir – urðu því að senda inn umsókn „til eftirlitsstjórnar áfengissölufélaganna“. Ef viðkomandi uppfyllti til- tekin skilyrði, hafði t.d. ekki brotið af sér á neinn hátt í tengslum við áfengi og ljóst væri að hann gæti umgengist áfengi án sýnilegra vandkvæða, gat hann fengið áfengisviðskiptabók, „motbok“ sem gilti í eitt ár. Áður þurfti viðkomandi eftirlitsstjórn þó að kanna aðstæður umsækjandans, bæði félagslega og efnalega, og áttu áfengisvarnanefndir að fylgjast með að bækur væru einungis í höndum þeirra sem uppfylltu skilyrði reglugerða. Áfengisskammtur var mismunandi eftir aðstæð- um, mest fjórir lítrar af sterku áfengi á mánuði fyrir þá sem voru vel settir félagslega og efnalega, en yfir- 65

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==