Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Öl frá danska bjórframleið andanum Carlsberg auglýst í Ísafold 5.3.1910. mátti áhöfn hafa skipsforða til eigin nota. Með þessu ákvæði átti að girða fyrir að menn tækju sér far með skipum á milli hafna til þess að ná sér í áfengi. Einnig var hnykkt á því að ekkert íslenskt skip mætti flytja áfengi til landsins nema það væri ætlað umsjónar- manni áfengiskaupa. En reyndar var sú undanþága gerð að heimila mátti fólksflutningaskipum sem tóku 25 farþega eða fleiri að hafa og veita áfengi um borð. Með þessu var sérstakt tillit tekið til hagsmuna Eim- skipafélags Íslands til þess að það færi ekki halloka í samkeppni við erlend skipafélög er sigldu til lands- ins. 246 Mikilsverðasta lagabreytingin árið 1915 var þó sú að ýmsar áfengistegundir voru teknar inn á lyfjaskrá: „rauðvín, malaga, sherry, portvín og cognak“ Þessi tillaga var vitaskuld ekki gerð að tilhlutan Björns Þor- lákssonar heldur Læknafélags Reykjavíkur. Það hvatti eindregið til að breytingar yrðu gerðar í þessa veru, raunar þvert á álit hóps lækna sem störfuðu í sveitum landsins og töldu sig lítt eða ekki þurfa á áfengi að halda við lækningar. 247 Vart þarf að taka fram að þessi tillaga var Birni Þorlákssyni og samherjum hans mjög á móti skapi. Ekki var Guðmundur Björnsson land- læknir heldur sáttur við hana, en hann hafði áður hafnað óskum lækna um að lyfsölum, og þar með umsjónarmanni áfengiskaupa, bæri að útvega þau efni sem læknar teldu nauðsynleg til lækninga, þar á meðal vín og bjór. Meðal annars spannst mikil reki- stefna út af því hvort útvega bæri eiginkonu Magnús- ar Einarssonar dýralæknis nokkurt magn af öli sér til styrkingar. Landlækni tókst að koma í veg fyrir inn- flutning á öli en ekki að hindra að lögum yrði breytt svo að læknar og lyfsalar gætu flutt inn vín og sterkt áfengi. Lagabreytingin var sem sé samþykkt. 248 Eftir því sem fleiri bannár liðu, jókst andstæð- ingum bannlaganna kjarkur. Þeir hvöttu til að tekinn yrði upp þráðurinn þar sem frá var horfið fyrir bann, bannið afnumið en í stað þess haldið uppi þróttmik- illi bindindisstarfsemi. Þeir staðhæfðu að starfsemi templara og annarra bindindismanna hefði skilað miklum árangri á sínum tíma en stórlega hefði dofn- að yfir hreyfingunni með banninu. Ýmsir úr þeirra hópi undirrituðu áskorun sem birtist í blöðunum um að hafin yrði áfengissala á vegum landssjóðs. Undir áskorunina rituðu ýmsir þjóðþekktir menn, til dæmis Matthías Jochumsson skáld, Jóhannes Nordal íshús- stjóri og Thor Jensen kaupmaður. 249 Andstæðingar bannlaganna endurlífguðu einnig félagsskap sinn um þetta leyti, Andbanningafélagið. Í röksemdafærslu sinni fyrir afnámi áfengisbanns tóku þeir undir að sennilega hefði neysla áfengis minnkað til sveita en þar hefði hún þó að mestu verið horfin hvort sem var. Undir þau sjónarmið tóku margir, meðal annars læknar; einn þeirra staðhæfði að í sínu héraði væri ekkert drukkið en það væri ekki banninu að þakka. Drykkjuskapur hefði verið horfinn þegar bannið var sett. 250 Öðru máli gegndi um bæina. Þar hefði bannið lítil áhrif og gestkomandi fengju sitt áfengi eftir sem áður, enda vandalaust að útvega „brjóstbirtu úr apótekinu“. Á því virtist ekki hafa orðið mikil breyt- ing með banni. 251 En andbanningar bentu líka á að áfengisbannið hvetti til „neyslu alls konar ódrykkja, sem allir vita, að margir leggja sér til munns, þegar hörgull verður á ómenguðu áfengi, og allt eru það sterkustu brendir drykkir, sem til landsins flytjast nú.“ Við þessu vildu andbanningar bregðast og koma 68
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==