Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Margir iðnaðarmenn, t.d. húsgagnasmiðir, gátu fengið iðnaðarspíra vegna fram- leiðslu sinnar. Þessi mynd er frá trésmíðaverkstæði Jóns Halldórssonar frá 1924. Sigurður áleit að undanfarið hefðu myndast „nokkurskonar áfengisbæli kringum lyfjabúðirnar“. Dæmi um misnotkun voru mýmörg. Til dæmis leitaði trésmiður til setts sýslumanns í Árnessýslu árið 1920 og óskaði eftir að fá áfengisbók sem heimilaði honum að taka út 60 lítra af spíritus, fimmfalt meira en hann hafði áður haft heimild fyrir. Sýslumaðurinn veitti heimildina góðfúslega, en hlaut reyndar síðar ákúrur fyrir embættisfærslu sína. Ýmsir aðrir fengu einnig ríflega skammta. Til dæmis furðaði Sigurður Eggerz ráðherra sig á því að Jón Halldórsson & Co, fyrirtæki sem framleiddi húsgögn, mætti kaupa 4−5 tunnur af spíritus á ári hverju og hefði haft þessa heimild í mörg ár! 261 Fleiri leiðir voru einnig færar. Við rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík árið 1921 kom í ljós að trésmiður í bænum hafði fengið lán- aðar áfengisbækur hjá kunningjum sínum og farið með þær til Vestmannaeyja. Þar fékk hann nokkra lítra af áfengi með því að framvísa bókunum, enda hafði hann heyrt að „lyfsalar út um land afhentu eftir gömlum áfengisbókum, enda þótt þær væru ekki uppáskrifaðar af lögreglustjóra. Hinsvegar fengist ekki út á slíkar bækur hjer í Reykjavík.“ 262 Ný reglugerð um iðnaðaráfengi var sett árið 1922 en þá var Áfengisverslun ríkisins tekin til starfa. Sam- kvæmt henni var skriffinnskan aukin mikið. Endur- nýja bar áfengisbækur tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí; væru þær ekki endurnýjaðar féllu þær úr gildi. Bækur þessar áttu aðeins að gilda innan héraðs en frá því mátti þó víkja ef slíkt var vandlega skráð. Iðnaðaráfengi bar að afgreiða úr lyfjabúðum eða frá héraðslæknum með lyfsöluréttindi gegn sérstakri skriflegri beiðni eiganda áfengisbókar en afhendingu átti jafnframt að skrá vandlega í áfengisbókina. Seljandi átti líka að gera grein fyrir allri afhendingu áfengis í atvinnuskyni í sérstaka bók hjá sér. Tvisvar á ári bar lögreglustjórum 72
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==