Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
síðan að senda Áfengisversluninni afrit af skrá um áfengisbækur í umferð; lyfsölum og öðrum er seldu iðnaðaráfengi var sömuleiðis skylt að senda Áfengis- versluninni skýrslu tvisvar á ári um áfengi er þeir hefðu selt og allar beiðnir handhafa áfengisbóka sem þeir höfðu afgreitt. Suðuvökva eða brennsluspírítus sem Áfengisverslunin flutti inn mátti þó hver sem er selja, en þó ekki meira í senn en ¾ úr lítra til innan- bæjarmanna og tvo lítra til annarra. Þeim sem seldu suðuvökva bar einnig að halda áfengisbækur. 263 Ákvæði reglugerðar frá 1928 um sama efni voru enn ítarlegri. Fyrir það fyrsta var bannað að afhenda víndanda til notkunar á áttavita frá árinu 1929 en einnig var skilgreint nánar til hvers mætti nýta iðnað- aráfengi: fyrir smiði, aðallega til fægingar og gljáning- ar; vegna framleiðslu á brjóstsykri og gosdrykkjum; vegna efnarannsókna og til náttúrugripasafna og loks sem eldsneyti. Prestur og hreppstjóri/lögreglustjóri áttu að staðfesta að umsækjanda væri treystandi til að nýta áfengið eins og til væri ætlast og heimildina þurfti að endurnýja árlega. Forstöðumanni Áfengis- verslunarinnar bar að halda skýrslu um viðtakendur Sýslumaðurinn í Búðardal orðinn uppiskroppa með áfengisbækur og þarf að fá átta í viðbót. 73
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==