Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
og afhent magn þessa áfengis og átti að birta skýrsl- urnar opinberlega í febrúar hvert ár. 264 Eftir setningu þessarar reglugerðar var farið að flytja inn tréspíra (methyl-alkohol) til að setja á áttavita. Tréspíri er eitr- aður og voru nokkur dæmi um að menn biðu bana eftir að hafa neytt hans. Sama efni var einnig notað í hárvötn um tíma en þessa verður getið nánar síðar. 265 Með nýrri reglugerð um sölu áfengis til verklegra nota frá 1930 var enn hert á reglum um innflutning og sölu á áfengisvökvum til atvinnustarfsemi. Meðal ann- ars var gert skylt að Áfengisverslunin flytti inn hárvatn og ilmvatn sem innihélt vínanda og alla bökunardropa, en áður hafði kaupmönnum verið frjálst að flytja inn þessar vörur. 266 Þessi breyting var síðan ítrekuð með nýjum lögum um einkasölu á áfengi árið 1934. 267 Reglur um „áfengisútlát“ lækna og lyfjabúða Læknar og aðrir sem máttu panta áfengi áttu að senda pöntun sína til umsjónarmanns áfengiskaupa en senda landlækni afrit af henni. Í fyrstu var það einkum spíritus af ýmsum gerðum sem sóst var eftir, aðallega þó hreinn spíritus, og síðar vín og sterkt áfengi, enda hafði koníak, sérrí og rauðvín verið tekið á lyfjaskrá fyrir hvatningu lækna, eins fyrr var getið. Svipaðar reglur giltu um dýralækna og mannalækna. Smáskammtalæknum eða hómópötum var einnig heimilt að selja lyf sem innihéldu áfengi. Landlækni bar að fylgjast með „áfengisútlátum“ lækna og lyfjabúða. Guðmundur Björnsson var landlæknir 1906–1931 og bar að fylgjast með hvort reglur um þetta efni væru brotnar en Guðmundur var harður bannmaður. Samkvæmt fyrstu reglugerð um þetta efni átti að vera sérstök áfengisbók í öllum lyfjabúðum og hjá læknum sem seldu lyf. Þar bar að færa allar upplýsingar um sölu á áfengi, blönduðu sem óblönduðu, og átti landlæknir að hafa aðgang að öllum gögnum um áfengissölu á vegum lækna. Í fyrstu var ekki tilgreint neitt hámarksmagn af áfengi sem læknar máttu vísa á og hefur landlæknir þá lagt mat á hvort einstakir læknar hefðu gefið út lyfseðla fyrir „óeðlilega“ miklu áfengi og hvort tilteknir ein- staklingar fengju „óeðlilega“ mikið af því. 268 Fljótlega reyndi á eftirlitshlutverk Guðmundar. Eftir athugun á fyrri hluta árs 1916 taldi landlæknir að nokkrir læknar hefðu gengið allt of langt í því að gefa út lyfseðla fyrir áfengi og mun hann hafa áminnt eina sex eða sjö þeirra. Með hliðsjón af reynslunni taldi hann brýnt að herða ákvæði um áfengislyf. 269 Með reglum sem settar voru árið 1922 um „áfengisút- lát“ lækna og lyfjaverslana var afnuminn réttur lyfsala til að flytja sjálfir til landsins vínanda og annað áfengi (með milligöngu umsjónarmanns áfengiskaupa) en hin nýstofnaða Áfengisverslun ríkisins fékk einka- rétt til innflutnings. Skrifræðið var enn aukið. Í öllum lyfjabúðum átti nú að halda þrjár bækur um áfengis- söluna. Hin fyrsta var áfengisbók þar sem bar að skrá upplýsingar um allt áfengi sem selt væri samkvæmt lyfseðlum lækna, smáskammtalækna og dýralækna. Þar átti að koma framnafn læknis, sjúklings og tegund áfengis og magn. Í vinnustofubók bar að færa áfengi sem notað væri til lyfjagerðar og í eyðslubók átti að skrá allt áfengi sem selt væri í viðkomandi lyfjabúð í hverjum mánuði og gera grein fyrir kaupendum, sérstaklega hversu mikið héraðslæknar hefðu keypt. Samkvæmt reglugerðinni mátti ekki „ávísa neinum meira í einu hvorki sjálfum sjer nje öðrum en sem svarar 210 gr. af spíritus concentratus eða ½ flösku af konjaki, eða 1/1 flösku af öðrum vínum“ og ekki mátti sami sjúklingur fá sama „lyf “ aftur samkvæmt reglugerðinni fyrr en „liðnar eru 3 nætur frá því að kaupin áttu sér stað.“ Lyfsalar og læknar ömuðust við allri þessari skrif- finnsku og fannst hart að þurfa að „eyða tíma og fyrirhöfn í framanskráðar óþarfar skýrslur“, ekki síst eftir að farið var að krefja þá um mánaðarlegar skýrslur samkvæmt reglugerðinni frá 1922. 270 Eftir að forstjóri Áfengisverslunarinnar, sem fyrstu árin var oftast nefndur lyfsölustjóri ríkisins, hafði fengið slíka kvörtun árið 1923 svaraði hann því til að hann við- urkenndi fúslega að það væri „engin smáræðisvinna, sem lyfsölunum er lögð á herðar með bókhaldinu, ekki sízt því, sem sérstaklega snertir áfengislöggjöf- Guðmundur Björnsson (1864–1937) var landlæknir frá 1906 til 1931. Embætti hans átti að framfylgja reglum um sölu á áfengi til lækna. 74
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==