Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

ina“. En engu að síður væru þessar reglur nauðsyn- legar til þess að draga úr áfengisneyslu og koma í veg fyrir misnotkun áfengis. 271 Reglugerðin frá 1922 um sölu áfengis til lækninga entist ekki lengi fremur en fyrri reglur. Þegar árið eftir var henni breytt til að draga úr áfengisnotkuninni. Sett var sú meginregla að hver og einn héraðslæknir, þar sem ekki væri starfandi annar læknir, mátti fá sem samsvaraði 1/20 úr lítra af áfengi á hvert mannsbarn í viðkomandi héraði. Aðrir læknar höfðu heimild til áfengiskaupa í samræmi við sjúklingafjölda sinn. Þeir sem töldu sig þurfa meira gátu leitað til yfirvalda en þurftu þá að leggja fram ýtarlegan rökstuðning. Landlæknir reiknaði síðan út áfengismagn fyrir hvert læknishérað, umreiknað í hreinan vínanda. Til dæmis mátti Nauteyrarhérað við Ísafjarðardjúp fá 42 lítra en Blönduóshérað 124 o.s.frv. Þessar reglur voru enn ítrekaðar árið 1925. 272 Með nýrri reglugerð frá 1928 var áætlað magn áfengis á mann minnkað nokkuð, eða í 1/25 úr lítra. Helsta nýjung reglugerðarinnar var þó nýtt ákvæði um að ríkisstjórninni bæri skylda til „að láta birta einu sinni á ári, í febrúar, ítarlega skýrslu um áfengis- útlát lækna og lyfjabúða á undangengu ári … Skal þar tilgreina skamt hvers læknis og lyfjabúðar“. Einnig átti að tilgreina fjölda áfengislyfseðla hvers læknis og skýra frá ástæðum þess ef læknir eða lyfjabúð hefði fengið aukaskammt af áfengi. Nánar verður getið um þessa skýrslugerð síðar. 273 Læknar og eigendur lyfjabúða voru andvígir þess- ari skömmtun og bentu á að lyfjanotkun færi vitaskuld eftir heilsufari fólks, væri það gott var lyfjasala lítil en mikil þegar heilsufar væri lakara. 274 Það voru ekki síst lyfsalar og læknar sem bjuggu við sjávarsíðuna sem þurftu að leita til dómsmálaráðuneytis um aukinn áfengisskammt, enda var þar meiri þörf fyrir „spír- itus til útvortis notkunar“. 275 Árið 1924 benti lyfsalinn í Vestmannaeyjum á að spíritusúthlutunin væri allt of lítil: „Hjer ganga nú 72 mótorbátar, allir með áttavita, sem taka 2−5 lítra, Skaftfellingur, björgunarskipið o.fl . o.fl . fá hjer kompásvökva og hjer hefir fjöldi manns „áfengisbækur“ og „skírteini“ frá lögreglustjóra“. 276 Fjallað um dóma yfir tveimur læknum vegna brota á lögum um aðflutningsbann á áfengi í Morgunblaðinu 22.7.1917. 76

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==