Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Oft var komið til móts við óskir af þessu tagi þótt menn fengju ekki allt sem þeir höfðu farið fram á. Til marks um það hve mikil áhersla var lögð á þennan málaflokk, má geta þess að undanþágurnar sem voru afgreiddar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu voru undirritaðar af ráðherra, að minnsta kosti í ráðherra- tíð Jónasar Jónssonar. 277 Enn voru reglur um „áfengisútlát“ hertar árið 1931 en þá var áfengisskammtur sá sem hver læknir mátti gefa út lyfseðil fyrir minnkaður um helming. Mark- miðið var að „minka útlát lyfjabúða á ómenguðu áfengi eftir lyfseðlum lækna um 70%.“ – Þess má geta að um þetta leyti voru áfengislyfseðlar þrenns konar: spíritusseðlar, konjakseðlar og vínseðlar. 278 Ákvæðum um „áfengislyf “ var enn breytt með reglugerð árið 1934. Samkvæmt henni bar Áfengis- verslun ríkisins að skammta „lyfsölum hæfilegt magn áfengis til lyfja, svo og áfengislyf í samráði við land- lækni og að jafnaði til þriggja mánaða í senn.“ Hverri pöntun átti að fylgja skýrsla um áfengisnotkun lyfja- búðarinnar næstu þrjá mánuði á undan og átti að miða næstu afgreiðslu á áfengi við þessa skýrslu. Í reglugerðinni var jafnframt nýtt ákvæði sem skyldaði hvern lækni sem vildi gefa út lyfseðil fyrir „áfengis- lyfjum, sem hæf eru til nautnar“ til að sækja um heimild til þess frá landlækni og láta sérstaka greinar- gerð fylgja með beiðninni. Síðan átti ráðherra að úrskurða hvort viðkomandi læknir fengi heimildina, en hún var takmörkuð við tiltekinn fjölda lyfseðla og ekki endurnýjanleg nema með nýrri umsókn. 279 Með þessu ákvæði var réttur lækna til að gefa út lyfseðla fyrir áfengi í raun afnuminn, og ekki seinna vænna að setja slíkt ákvæði, því að sama ár var áfengisbannið að fullu afnumið og þar með var reglugerðarfarganið og skriffinnskan sem hér hefur verið lýst að mestu úr leik. Reykjavíkurapótek í Thorvaldsensstræti (1910–1920); lyfjabúðir voru mjög til umræðu vegna áfengissölu. 77
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==