Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Ásakanir um misnotkun lækna og lyfjabúða á áfengi Snemma á bannárunum komu fram ásakanir um að læknar misnotuðu leyfi til að gefa út lyfseðla fyrir áfengi og að minnsta kosti einn læknir var dæmdur fyrir áfengislagabrot um þetta leyti. Talið var sannað að hann hefði gefið út lyfseðla fyrir áfengi í stórum stíl. Á einu ári, frá því í byrjun maí 1919 og til loka apríl 1920, gaf hann út lyfseðla fyrir 1028 lítrum af hrein- um spíra, 694 lítrum af koníaki, 58 lítrum af sérríi og 6 lítrum af rauðvíni. Ekki skildi þessi læknir sjálfan sig heldur útundan: „Hæsti skamtur 2200 grömm sp. conc. [hreinn vínandi] handa honum sjálfum. Og af konjaki 10 l auk 9 flaskna, tvisvar, og 9 l einu sinni. Auk þessara háu skamta handa sjálfum honum hafði hann á einum mánuði ávísað sjálfum sjer 30 l. af konjaki auk annars áfengis.“ Stundum gaf læknirinn út 20−30 áfengislyfseðla á dag. 280 Norðmenn glímdu við sama vandamál, lyfseðlar fyrir sterku áfengi voru gefnir út í stórum stíl á þeirra bannárum. Til dæmis hafði einn læknir gefið út 48000 lyfseðla fyrir áfengi á einu ári, eða 130 á dag árið 1923! 281 Á næstu árum voru nokkrir læknar, einkum í Reykjavík og á Ísafirði, kærðir fyrir að brjóta gegn gildandi reglugerðum, til dæmis með því að nota venjulega lyfseðla í stað áfengislyfseðla. Læknarnir vörðu sig með því að þeir hefðu ekki fengið nægilega mikið af áfengisseðlum til að geta annað eftirspurn sjúklinga sinna! Einnig voru ýmsir læknar sakaðir um að gefa út lyfseðla til fullfrískra manna á besta skeiði sem hefðu jafnvel aldrei kennt sér meins. Ástæðurnar sem gefnar væru upp væru stundum beinlínis hlægi- legar, m.a. hefði alsköllóttur maður fengið hreinan spíritus við hárlosi! En lögmaður viðkomandi læknis brást snarlega til varnar: „Hjer misskilur mótp. alveg framburð vitnisins. Vitnið segist nú vera sköllótt, ekki þar með sagt að svo hafi verið er það hefir fengið lyfseðil til lækninga við hárlosi, eins og það segir.“ 282 Nokkrir læknar voru dæmdir fyrir brot á reglum um þessi efni, m.a. árið 1927. 283 Ekki var nóg með að sumum mannalæknum yrði hált á svellinu; dýralæknar voru heldur ekki hafnir yfir gagnrýni og var gefið að sök að hafa ávísað áfengi handa húsdýrum að ástæðulausu. Árið 1921 gat Sig- urður Hjörleifsson (mannalæknir) þess að „merki- legur kúafaraldur“ hafi gengið yfir landið „því kýrnar hafi gerst svo óskiljanlega drykkfeldar. Og þeim nægir ekkert smáræði; þær virðast þurfa 5 lítra af spíritus til þess að hressa sig á, jafnvel hver einasta kýr á heim- ilinu. Jeg held það væri mjög æskilegt, ef hægt yrði að venja kýrnar af þessu „fylliríi““. 284 „Lækning“ húsdýra með áfengi var algeng í fleiri bannlöndum en Íslandi, til dæmis í Noregi; slíkir „búfjársjúkdómar“ bloss- uðu einkum upp þegar mannfólkið þurfti að halda veislu. 285 Eigendur lyfjabúða voru einnig gagnrýndir fyrir að sjá ekki til þess að farið væri að reglum. Héraðs- læknirinn á Eyrarbakka greindi frá því að haustið 1919 hefði verið „sett á stofn lyfjabúð, er tók til starfa í miðjum októbermánuði. Kemur flestum hjer saman um, að síðan hafi áfengisnautn og áfengisólæti farið stórkostlega vaxandi“. Hið sama staðfesti kollegi á Ísafirði og talaði um „þá sameiginlegu óáran, að allar íslenzkar lyfjabúðir eru nú vínsölustaðir, sem reka það sem aukastarf, eða jafnvel sem kvöð að selja Varað við því í Morgun­ blaðinu 28.11.1928 að drekka spíritus af áttavitum enda væri tré- spíritus baneitraður. 78

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==