Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
lyf.“ 286 Þar sem ekki var lyfjabúð, eins og raunin var víða um land, sinnti læknirinn einnig lyfsölu. Þá kom í hans hlut að gefa út lyfseðla fyrir áfengi og selja síðan áfengið samkvæmt lyfseðli, yfirleitt frá sjálfum sér, eða fyrir tilvísun frá lögreglustjóra ef um iðnaðar áfengi var að ræða. Hert eftirlit Ný áfengislög voru sett árið 1928 að frumkvæði Jónasar Jónssonar dómsmálaráðherra en fram að því höfðu lög um þessi efni verið nefnd lög um aðflutningsbann á áfengi. Hér verður einkum rætt um ákvæði nýju laganna um hert eftirlit með ólög- legri sölu áfengis og öðrum brotum. Frumvarpið var samið af nefnd templara með aðstoð lögfræðings sem Stjórnarráðið lagði til og í samræmi við samkomu- lag ríkisstjórnarinnar og Góðtemplarareglunnar. Að stofni til voru lögin byggð á eldri lögum en höfðu þó að geyma ýmsar nýjungar sem einkum voru byggðar á finnsku áfengislögunum. 287 Meðal annars var lög- reglustjóra nú heimilt að framkvæma húsrannsókn án dómsúrskurðar, teldi hann það nauðsynlegt til að koma upp um lögbrot, þó að því tilskildu að sá grun- aði hefði verið dæmdur áður fyrir brot á áfengislög- gjöfinni eða væri „sterklega grunaður um ólöglegan aðflutning eða óleyfilega sölu eða veitingu áfengis í hagnaðarskyni“. Ef áfengi fannst í fórum viðkomandi varð hann að geta gert grein fyrir uppruna þess, ella hlyti hann að teljast sekur um brot á 1. grein áfengis- laganna um ólöglegan aðflutning áfengis. Ýmsum þótti höggvið nærri réttindum borgaranna með þessu ákvæði en þar sem svipað ákvæði var í dönskum lögum var það talið innan þeirra marka sem stjórnar- skráin heimilaði. 288 Í 14. grein laganna var tekið fram að leiða mætti þann fyrir dómara „sem hitst hefir ölv- aður“ og var honum „skylt að færa sönnur á, hvernig hann hefir fengið áfengi það, er hann hefir ölvaður af orðið.“ Gerði hann það ekki, sætti viðkomandi sekt- um. Í 17. grein er fjallað um ölvun embættismanna og lækna og þar átti þriðja brot að varða embættismissi tímabundið og jafnvel að fullu ef sakir væru alvar- legar. Sömu reglur giltu um alla lækna, einnig þá sem ekki voru embættislæknar, og svipað gilti um lyfsala og starfsmenn þeirra og yfirmenn á skipum. Með lög- unum voru sektir yfirleitt hækkaðar frá því sem verið hafði og frekari breytingar í sama anda voru einnig gerðar árið 1930. Bann við áfengisauglýsingum var einnig ítrekað. Nokkuð mun hafa verið um slíkar auglýsingar eftir að heimilt varð að selja vín 1922 eftir samninga þar að lútandi við Spán og stofnun Áfengis- verslunar ríkisins sem rædd er í næsta kafla. Bann- mönnum fannst blöðin „mora“ í áfengisauglýsingum, þær sæjust jafnvel í símaskránni, meðan aðrir töldu að auglýsingabann væri ástæðulaust þar sem auglýs- ingar af þessu tagi hefðu „ekki verið svo áleitnar“. 289 Í áfengislögunum frá 1928 var dómsmálaráðherra heimilað að skipa sérstaka löggæslu- og eftirlitsmenn sem áttu að sinna tollgæslu, auk almennrar gæslu áfengislaganna, og öðrum eftirlitsstörfum, en til þessa tíma hafði tollgæsla í landinu verið lítil. Allt fram á ofanverðan þriðja áratuginn voru engir tollverðir nema í Reykjavík en eftir það voru ráðnir tollverðir í helstu kaupstöðum landsins og tollvörðum fjölgað í Reykjavík. 290 Um svipað leyti sendi Jónas Jónsson dómsmálaráðherra (frá 1927) − hann var yfirmaður áfengismála í landinu − öllum lögreglustjórum lands- ins áminningu vegna framkvæmdar bannlaganna, ekki síst vegna brota um borð í skipum er kæmu til landsins, enda væru slík brot „þjóðinni til mestrar vanvirðu“ þar eð útlendingar sem ferðuðust með Dýralæknar fengu úthlutað allmiklu áfengi til þess að „lækna“ húsdýr. 79
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==