Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

skipunum sæju glögglega hverju fram færi. Ítrekaði ráðherrann að stranglega bæri að fara eftir öllum reglum hvað þetta varðaði og ráða „bót á ólaginu“. 291 Sérstakir löggæslumenn voru einnig ráðnir til að hafa upp á bruggurum og öðrum sem gerðust brot­ legir við áfengislögin. Þessir löggæslumenn fengu stundum óvirðuleg nöfn og voru gjarnan nefndir þefarar. Þekktastur þeirra var Björn Blöndal Jónsson. Hann hafði verið erindreki Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins og ferðaðist um landið og stofnaði verkalýðsfélög, til dæmis á Patreksfirði árið 1925. 292 Björn ferðaðist aftur víða um land á fjórða ára- tugnum, nú í því skyni að leita uppi lögbrjóta. Síðla árs 1931 fór hann til dæmis um Borgarfjarðarsýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Þingeyjarsýslur. Í ferðinni gerði hann húsrannsókn á 20 bæjum og kvaðst hann hafa fundið brugg á þeim flestum en merki um brugg á öðrum. Bruggurum stóð stuggur af Birni og gripu til ólíklegustu ráða til að fela varning sinn, til dæmis þegar verið var að flytja drykkinn á markað. 293 Björn var skiljanlega ekki aufúsgestur á þessum stöðum og sögur gengu um harkalega framgöngu löggæslu- manna, t.d. í Öxarfirði árið 1933. Að mati héraðs- læknisins varð afleiðing af háttalagi hans „almenn gremja svo nálgaðist heift … ég efa að þefaranum sé óhætt hér norðan heiðar þó allvel liðaður væri.“ Og áfengiseftirlitsmennirnir komust stundum í hann krappan. Eitt sinn veittust fimm menn að Birni Blöndal, rifu „föt hans og klóruðu hann og meiddu í andliti“ á veitingastaðnum Lögbergi, skammt frá Reykjavík“. 294 En það voru þó ekki bruggarar einir sem máttu vara sig á Birni, enda fór hann ekki í manngreinarálit. Snemma í júlí 1937 kom Björn í gistihúsið við Geysi; sá ég þá að búið var að bera á langt borð fyrir kaffi og stóðu vínglös hjá flestum ef ekki öllum bollunum, rétt eftir að ég var sestur komu að borðinu og settust þar Pétur Halldórsson borgarstjóri, Jakob Möller bæjarráðsmaður, Bjarni Benediktsson bæjarráðsmaður og Stefán J. Stefánsson bæjarráðsmaður og boðsgestir bæjarráðs að ég hygg Steingrímur rafveitustjóri og menn þeir er standa fyrir Sogsvirkjuninni, ásamt fleirum. 295 Gistihúsið hafði ekki vínveitingaleyfi og Björn var því ekkert að tvínóna við hlutina og kærði mennina til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Árið 1927 skipaði Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra Björn Þorláksson, fyrrverandi prest, alþingis- mann og einn helsta frumkvöðul í bannbaráttunni, til þess að athuga „útlát lyfjaverslunar ríkisins á áfengi, hverju nafni sem nefnist, til lækna og lyfjabúða til einstakra manna, frá því að lyfjaverslunin hófst“; en með lyfjaverslun var átt við Áfengisverslunina. 296 Stofnun þessa embættis er athyglisverð fyrir þá sök að fyrir voru tvö önnur embætti sem höfðu skyldum að gegna varðandi eftirlit með „áfengisútlátum“: forstjóri Áfengisverslunarinnar annars vegar en hins vegar landlæknir. Ráðning Björns var því ekki beinlínis traustsyfirlýsing á þessa embættismenn. Fyrsta verkefni Björns var að ganga eftir því að fá sendar lögboðnar skýrslur frá ýmsum lyfsölum og læknum um „áfengisútlát“ og var hótað afgreiðslu- banni ef ekki yrði ráðin bót á. Ljóst varð að í fæstum tilvikum hafði verið kallað eftir skýrslunum er Björn hóf störf sín og færsla þeirra var ekki sem skyldi. 297 Verra var þó að löggæslumenn landsins, lögreglu- stjórarnir, höfðu líka brugðist. Fram kom að fimm árum eftir setningu reglugerðar um skýrslugerðina hafði enginn þeirra sent Áfengisversluninni tilskildar skýrslur. Einu málsbætur þeirra voru að ekki hafði verið gengið eftir skýrslunum. 298 Skýrsluskorturinn varð til þess að rannsókn Björns gat í fyrstu ekki náð aftur til ársins 1921 eins og ætlunin hafði verið og hófust því athuganir hans við árið 1926. Síðar tókst honum þó að útvega sér gögn um lyfjabúðirnar allt frá árinu 1922. 299 Björn lagðist nú í mikla rannsóknarvinnu og byggði á þeim gögnum sem honum tókst að kalla inn. Athugum fyrst umfjöllun um þá sem höfðu fengið úthlutað áfengi vegna atvinnurekstrar en flestir þeirra voru „útgerðarmenn eða smiðir … 80

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==