Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Smiðirnir eru margskonar, svo sem trjesmiðir, skó- smiðir, steinsmiðir, myndasmiðir, snikkarar. Þá eru meðal áfengisbókaeigendanna: kaupmenn, kennarar, verkstjórar, málarar, bakarar, skipstjórar, stýrimenn, póstar.“ 300 Björn velti vöngum yfir hvort þessir menn þyrftu á vínanda að halda til starfsemi sinnar. Iðulega varð niðurstaða hans sú að svo væri ekki, og að ýmsir þeirra sem hér hafa verið nefndir ættu engan rétt á að fá áfengisbækur. Í öðru lagi var magnið ótrúlega mikið hjá einstökum aðilum. Í skýrslu Björns kom til dæmis fram að ein hárgreiðslustofan í Reykjavík hafði fengið úthlutað 22 lítrum af hreinum vínanda; Björn benti hins vegar á að á stærstu rakarastofunni í bænum væri enginn víndandi notaður og ekki talin þörf á því, enda til þess gerð „hármeðul“ fáanleg. Þá benti Björn á ýmis tilvik þar sem menn væru ranglega skráðir í tiltekna starfsstétt, til dæmis sem útgerðarmenn, í því skyni að fá úthlutað áfengi. Björn fékk jafnvel staðkunnuga til að fara yfir nafnalista til að upplýsa um þetta. Þá voru dæmi um að brottfluttir menn fengju áfengi út á áfengisbækur sínar, jafnvel Skopmynd af Birni Þorláks- syni í Speglinum 1.10.1927, en Birni var falið árið 1927 að kanna sölu lækna og lyfjaverslana á áfengi. Björn Þorláksson og læknarnir Björn sakaði lækna um að bera ábyrgð á því að reglur væru brotnar. Hann hafði þann hátt á að nafngreina þá lækna sem mest höfðu farið út af sporinu að hans mati. Um einn þeirra fjallaði hann á eftirfarandi hátt: „[Hann] hefir áreiðanlega beðið mikinn hnekki í almenningsáliti fyrir afskipti sín af áfengisútlátum á Eskifirði. Söluskrá hans stað- festir það orð, sem fór af áfengisnautninni á Eskifirði, og jeg heyrði oft um talað, meðan jeg bjó í námunda við Eskifjörð. Menn kendu þessum lækni um drykkjuskaparóregluna á Eskifirði. Því hefir hann beðið hnekki í almenn- ingsáliti. Og að mínum dómi jafnvel meiri en hann hefir átt skilið. Að vísu átti enginn maður jafnhægt sem hann með það, að sjá, að hjer væri um lögleysu að ræða og lagabrot, að ljósta því upp. Hann gat ekki verið skyldur til að láta úti áfengi beint á móti bæði bókstaf og anda laganna. Ástæða var til að vænta annars af honum. Hann hafði á sínum tíma starfað fyrir Regluna, unnið að setningu bannlaganna og verið ágætur templar. Jeg hafði vonast eftir, að hann hefði drengskap og kjark til að gera rjett áfram. En hann fjell, og virðist hafa fallið fyrir sömu freistingunni, sem margur læknir hjer á landi hefir fallið fyrir á þessum árum.“ Björn Þorláksson, Skýrsla um áfengisútlát II, 69. 81
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==