Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
látnir menn; einn hafði til dæmis fengið úthlutað átta áfengisskömmtum eftir að hann var „dáinn suður í Hafnarfirði fyrir fullum 2 mánuðum“. 301 Björn tók fleiri áþekk dæmi og hafði vafalítið rétt fyrir sér í því að fæstir þeirra sem fengu spíra til starf- semi sinnar höfðu brýna þörf fyrir hann, nema þá til að drekka hann. 302 Á þessum árum tíðkaðist að hreinn spíri væri notaður á áttavita. Björn hafði rökstuddan grun um að spírinn væri drukkinn, enda virtist hann stundum endast illa á áttavitunum, til dæmis „hjá Dagbjarti Einarssyni, sem tók þrisvar árið 1926 4 lítra í einu og tvisvar 1927 4 lítra í senn.“ 303 Björn tók því fagnandi að við þessu var brugðist (1927) með því að blanda spírann með methýlalkóhóli eða tréspírítusi. Þá blöndu mundi enginn maður með viti drekka, enda væri hún eitruð. Og Björn bætti við: „Og þó ein- stöku maður kynni að drekka sér til bana á þann hátt, hvað væri þann skaða að telja í samanburði við það tjón, ef heilar skipshafnir manna færust fyrir taum- lausa ástríðu einhverra drykkjuræfla“. 304 Björn kannaði sérstaklega hvort algengt væri að sömu menn fengju vínanda til iðnaðarþarfa og síðan einnig lyfseðla á áfengi hjá lækni. Í framhaldi af því kvaðst Björn muna eftir að „einn smiðurinn, sem á hverju missiri hefir fengið nokkra lítra af vínanda í áfengisbók sína, hefir einn mánuðinn á síðasta ári fengið 10 áfengisávísanir hjá sama lækni.“ 305 Björn bar lækna þungum sökum og taldi marga þeirra bera ábyrgð á drykkjuskap á sínu svæði, með því að gefa út lyfseðla fyrir áfengi sem öllum væri ljóst að ætlað væri til drykkjar, og − í þeim tilvikum þar sem læknar önnuðust einnig lyfsölu − að selja mönnum áfengi til atvinnurekstrar þó að ljóst væri að engin þörf væri fyrir áfengið vegna þeirrar starf- semi. 306 Björn benti einnig á að ýmsir læknar hefðu brotið reglur um lyfseðla með því að gefa út áfengi á venjulega lyfseðla, sem var óheimilt eftir reglugerðar- breytingu frá 1920. Hann sakaði einnig lækna um að hafa áfengislyfseðla sem lifibrauð og staðhæfði að „uppgjafalæknar“ flyttu til Reykjavíkur og færu þar að gefa út áfengislyfseðla sér til viðurværis. Og ekki væru unglæknarnir betri. Þeir væru vart stignir frá prófborðinu fyrr en þeir væru farnir að gefa út lyf- seðla fyrir áfengi. 307 Björn gat þess einnig að reglur um hámarksmagn sem mætti vísa á hverju sinni væru þverbrotnar, en það var 210 gr. af hreinum vínanda, hálf flaska af konjaki eða ein flaska af víni. Undan- tekningu mátti þó gera ef sjúklingur bjó langt frá lækni eða var að fara í langferð. Að mati Björns höfðu margir læknar gert slíkar undantekningar að reglu og fjórfölduðu jafnvel lágmarksskammtinn. 308 Björn tók síðan dæmi um hvernig læknar beittu þessum aðferðum til að „koma áfenginu út í fólkið“: Þeir læknar, sem tíðka yfirskammta, reyna að rjettlæta þá með ýmsum ummælum; þeir segja Morgunblaðið og Verka- maðurinn greina frá úkomu Skýrslu um áfengisútlát árið 1928. Fyrrnefnda blaðið taldi hana „einkennilega“. Greinarnar birtust 25.janúar og 11.febrúar. 82
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==