Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

t.d. „sjúklingurinn býr langt frá lækni“. Og reynist þetta stundum algerlega ósatt, og þá beint lygi frá lækninum, þegar sjúklingurinn á heima undir handarjaðri annars læknis. … Þá segir ávísandinn oft um „sjúklinginn“: „er að fara í langferð“, eða: „er langferðamaður“. Tví- mælis orkar, hvort þessi ummæli eru ætíð sönn, enda ekki erfiðara að segja ósatt um það en í fyrra dæminu. Annars kemur mjer það ókunn- uglega fyrir, að menn þurfi að hafa pela upp á vasann, þótt þeir fari í nokkurra daga ferð. Ber það vott um kveifarskap og karlmenskuskort … Læknar ávísa oft öðrum en mönnum. Þeir ávísa áfengi til hafskipa, innlendra og erlendra, til mótorskútna og mótorbáta. Ekki verður sjeð af lyfseðlinum, hvort skipið á að teljast sjúk- lingur … Annars virðist hið ávísaða áfengi til mótorskútnanna sumra endast illa, og man jeg sjerstaklega eftir, að Álftin frá Akranesi þarf oft að fá sjer lyfseðlil … 309 Björn tók síðan fyrir einstaka lækna, rifjaði upp sögu þeirra, og gerði grein fyrir afköstum þeirra við „áfengisútlát“. Einn þeirra var Jón Jónsson. Hans kvaðst Björn minnast sem mikils áhugamanns „um bindindi og reglumál“ sem hefði gengist fyrir því um aldamótin 1900 í sinni sveit að kaupmenn hættu að selja áfengi í verslunum sínum. En fram- ganga Jóns hefði breyst og árið 1922 hefði hann gefið út lyfseðla fyrir 1244 lítrum af vínanda og 122 konjaksflöskum. Svipaða útreið fengu ýmsir kollegar Jóns; annan nafngreindan lækni ávarpar hann sem gamlan skólabróður sinn, þá „saklausan og góðan pilt“. En nú þegar þeir séu báðir orðnir gamlir sé tími til kominn að líta yfir farinn veg: „Vill ekki Guðmundur Guðmundsson nú er hann stendur með mjer á grafarbakkanum, hugsa um það, hvort hann kunni ekki með sínum tíðu áfengisávísunum að hafa kveykt hjá einhverjum áfengisfýsn, og gert þá þannig að ofdrykkjumönnum, að siðferðisþrotum, að reglulegum ræflum og auðnuleysingjum“. Birni virtist vera sérstaklega uppsigað við þá lækna sem höfðu stutt eða starfað með Góðtemplarareglunni og jafnvel verið þar í forystu. 310 Jafnvel landlæknir, sem þó var í hópi einörðustu bannmanna, fékk sína gusu. Björn ásakaði hann um að hafa verið alltof eftirlátur við lækna að láta þá fá áfengislyfseðla og gert þeim þannig kleift að halda uppteknum hætti. 311 Björn fann einnig dýralækna undir smásjá sinni og nefndi ýmis dæmi um misnotkun þeirra á áfengis- lyfseðlum. Um nafngreindan dýralækni sagði hann meðal annars að hann hefði ávísað fyrra missirið 1928 195 sinnum og seinna missirið 29 sinnum, handa kúm, hestum og hundum. Skamtarnir voru jafnaðarlega 300 gr. spir. conc. Einu sinni er heilli konjaks- flösku ávísað nafngreindum manni handa kú, í annað skifti hálfri konjaksflösku handa hundi. Á mörgum ávísanaseðlanna stendur: Útvortis. Smygl var algengt á bann­ árunum en gat þó farið úrskeiðis eins og hér er lýst í Morgunblaðinu 9.11.1926. 83

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==