Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Koges eða brennslu- spritt var mikið drukkið á bannárunum. Þegar birgðir af slíku komu í verslanir sást það gjarnan á götum úti eins og hér er rætt í Morgunblaðinu 20.10.1918. völdum lögboðnar skýrslur. Niðurstaða Björns var sú að almennt hefðu lögreglustjórar sýnt skeytingarleysi um reglur um iðnaðaráfengi og að sumsstaðar hefði lögreglan jafnvel misbeitt valdi sínu. 313 Lyfsalar fengu einnig sinn skammt. Sumir þeirra voru sakaðir um að hafa ekki sinnt skýrslugjöf eða fært skýrslur illa, og að óeðlilegt misræmi væri í skýrsluhaldinu. Ekki fengu þeir heldur hól fyrir að afgreiða áfengi eftir venjulegum lyfseðlum. Þá væru þess dæmi að afgreiddir hefðu verið lyfseðlar á áfengi án þess að aðgætt væri hvort útgefandinn væri læknir. Af rannsókn Björns Þorlákssonar Rannsóknarmaður dómsmálaráðherra, Björn Þorláksson, lagði sig allan fram í athugunum sínum á „áfengisútlátum“ lækna og vildi kanna öll mál til hlítar. Er Björn var að kanna lyfseðla tiltekins læknis kvaðst hann hafa tekið eftir því að nafn eins sjúklingsins var þannig ritað að fornafn var með upphafsstaf en eftirnafn full- ritað: „Maðurinn var sagður eiga heima í Reykja- vík, en ekki meira. Af hinum háu og tíðu skömtum sá jeg, að maður þessi hlaut að vera mikill vínnautnarmaður. Og þar sem upphafs- stafurinn í mannsnafninu og föðurnafnið gat fallið saman við nafn eins sómamanns í Reykja- vík, sem jeg þekti og áleit að væri mesti reglu- maður, fór jeg að rannsaka þetta betur. Komst jeg þá að því, að Reykvíkingurinn átti alnafna í sveit skamt hjeðan; var sá maður alkunnur brennivínsberserkur og hafður af sveitungum sínum til að útvega þeim áfengi. Við þessar upplýsingar gladdist jeg vegna reglumannsins reykvíkska, sem jeg hafði haft ástæðu til að tor- tryggja fyrir ósannindi ávísandans.“ Björn Þorláksson, Skýrsla um áfengisútlát I, 19−20. 85
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==