Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Stöku lyfjabúðir fengu þó góða einkunn, til dæmis Lyfjabúð Akureyrar en skýrslur hennar voru sagðar „langbest úr garði gerðar og í heild ágætar“. 314 Átak stjórnvalda og Björns Þorlákssonar varð til þess að lögbundnar skýrslur frá læknum, lyfjabúðum og lögreglustjórum fóru að skila sér mun betur en áður. 315 Það varð líka til þess að áfengissala lyfjabúð- anna minnkaði mikið eftir að farið var að skammta áfengi til þeirra árið 1923. Árið 1922 fengu lyfjabúðir og læknar samtals rúmlega 33 þúsund kíló af hreinum vínanda og konjaki. Árið 1925 var sambærileg tala 26 þúsund kíló, 1928 var magnið hátt í 17 þúsund kíló og 1931 var það komið niður í tæp sex þúsund kíló. Það magn breyttist lítið næstu árin. 316 Þess má einnig geta að á árabilinu 1926−1931 fækkaði útgefnum áfengis- lyfseðlum úr tæplega 13 þúsund í tæplega 2500. 317 Árið 1930 leit Guðmundur Björnsson landlæknir yfir farinn veg. Hann benti á að fyrstu bannárin hefði áfengissala lækna og lyfsala stöðugt færst í vöxt. Því hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til þess að „hnekkja vanbrúkun“ væri sú að skammta áfengið, enda var það inntakið í öllum þeim reglu- gerðarbreytingum sem voru gerðar á þriðja áratugn- um. 318 Björn Þorláksson tók undir með Guðmundi í síðustu skýrslu sinni árið 1932 að það áfengi sem læknar gætu nú úthlutað væri orðið svo lítið að það gerði varla mikið tjón, „nema þá helzt það, að við- halda áfengisfýsn einstöku gamalla ofdrykkjumanna“. Með þeirri skýrslu hafði Björn lokið eftirliti sínu „með útlátum áfengis til lækna og lyfjabúða“. 319 Björn og Guðmundur gátu verið ánægðir með árangurinn á því sviði sem þeir beittu sér. En annað mál er hvort viðleitni þeirra dró úr áfengisneyslu yfirleitt. Smygl, brugg, „ódrykkir“ og leynivínsala Eftir að bannlögin tóku gildi að fullu varð fljótlega ljóst að ýmsir höfðu eftir sem áður tök á að útvega sér áfengi. Ef marka má blaðið Dagsbrún um mitt ár 1916 mátti daglega sjá ölvaða menn á götunum og lögreglan hafði að sögn blaðsins „oft langar sögur að segja af skóla- mönnum og öðrum vínsnápum, sem yltu fyrir hunda og manna fótum hér á götunum“. 320 Ýmsar leiðir voru færar til þess að útvega sér áfengi: að búa það til sjálfur eða kaupa af bruggara; að smygla eða kaupa af smygl- ara, að fá áfengi fyrir tilstuðlan læknis eða hómópata eða svokallað iðnaðaráfengi, og loks að leggja sér til munns ýmsa vökva sem innihéldu áfengi en voru ekki ætlaðir til drykkjar. Spánarvín voru vitaskuld drukkin eftir að heimilað var að selja þau en þau munu hafa notið takmarkaðrar hylli, eins og fjallað verður nánar um síðar. Að sumra áliti voru Spánarvínin „fyrir kven- fólkið og handa höfðingjunum í veislurnar“. Auk þess væru þau „dýr og ljeleg“, 321 „leiðinlegt bragð af þeim og aldrei góð í kaffi eins og gott brennivín er best til … [þau] voru flest ekki nema gutl“. 322 Af „ódrykkjum“ komýmislegt til greina. Suðuspritt eða „koges“ var „frjálst til afnota í bannlandinu, auk „spólu“ sem ekki er alveg ljóst hvers konar drykkur var, hárvatna, ilmvatna og ýmsra annara drykkja“. 323 Almennt var viðurkennt að suðuspritt væri haft til drykkjar. Þegar á árinu 1914 jókst sala á því um þriðj- ung og mun það hafa verið ein helsta röksemd fyrir því að tollar voru lagðir á vöruna árið 1919. Svo mikið Hæðst að áfengisbanninu í blaðinu Mána 13.1.1917. 86

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==