Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
kvað að sölu og neyslu á brennsluspritti á Siglufirði að þegar nýr lögreglustjóri tók þar við embætti árið 1919 lét hann verða eitt af sínum fyrstu verkum að fá kaupmenn bæjarins til að undirrita drengskapar- yfirlýsingu um að selja ekki brennsluspritt nema eftir skömmtunarseðlum, útgefnum af bæjarstjórn, sam- kvæmt reglum sem hún setti um söluna. Meðan þetta fyrirkomulag var í undirbúningi var spritt auglýst á götunum með krónuafslætti á hverjum potti. Versl- unin Bergen hvatti bæjarbúa í auglýsingu í Fram til að birgja sig upp áður en skömmtunin tæki gildi. 324 Sala á cellak-spíritus, sem var líka kallaður pólitúr en var fægilögur með spíritus í, jókst einnig mikið. Auðvelt var að hreinsa þennan vökva sæmilega og gera hann þannig nokkurn veginn drykkjarhæfan. Glycerín-spíritus, oft kallaður glussi, m.a. notaður til handþvotta, var einnig mikið drukkinn en þótti bragðvondur. Úr því var stundum bætt með því að setja verk- og vindeyðandi dropa saman við. 325 Vin- sældir þessara drykkja héldust þrátt fyrir tilkomu Spánarvína. Um og upp úr 1930 var kunnur drykkur á veitingastöðum í Reykjavík sem nefndur var dúnd- ur. Var hann þannig tilkominn að „koges“ var hellt út í óáfengt öl sem var selt á þessum stöðum. – Löngu síðar, á níunda áratugnum meðan enn var bannað að selja sterkt öl hérlendis, fundu veitingamenn upp á því að blanda sterku áfengi í óáfengt öl og gekk það undir heitinu bjórlíki, og þótti göróttur drykkur. – Sögur gengu raunar af því að á sumum stöðum þar sem veitt var hvítöl hafi það verið sterkara en það átti að vera, enda var styrkleikinn sjaldan mældur. 326 Bök- unardropar urðu einnig vinsælir. Vandamál af þessu tagi voru alþekkt í bannlöndum, til dæmis í Noregi á árum fyrri heimstyrjaldarinnar. 327 Þegar „fyrri áfangi“ banns tók gildi 1912 var mikið til af áfengi í landinu, en sem fyrr segir tók sölubann ekki gildi fyrr en þremur árum síðar. Þegar á þessum árum var rætt um að áfengi væri smyglað til landsins og erfitt fyrir fámenna löggæslu að átta sig á hvort áfengi í umferð væri innflutt á löglegan hátt eða ekki. Því var haldið fram að smyglið væri stórfellt: „Kvartil, kútar og flöskur eru fluttar í land á hverri vík og vog, hvar sem mönnum ræður svo við að horfa“, og lög- reglan stendur ráðalaus hjá, sagði Sigurður Stefáns- son, alþingismaður árið 1915. 328 Sumarið 1917 skýrði Morgunblaðið frá því að farið væri að halda vakt á Batterísgarðinum í Reykjavík á hverri nóttu til að koma í veg fyrir smygl og stundum væri lögreglan úti á Engeyjarsundi í sama tilgangi. 329 Viskí-flöskur voru algeng sjón í kaupstöðum á Austfjörðum um 1920 og ekki voru þær komnar úr lyfjabúðinni, eins og héraðslæknir á Fljótsdalshéraði benti á, enda viskí ekki á lyfjaskrá, aðeins koníak! „Áfengisbrúkun „Hoffmannsdropa“ í Tímanum 10.12.1921. 87
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==