Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

virðist vera svipuð og var fyrir bannlögin, einkum þegar skip eru hjer á ferð“ sagði Bíldudalslæknir árið 1919. 330 Þegar smyglarar náðust var magnið sem gert var upptækt stundum ótrúlega mikið, til dæmis var norska skipið Vorblómið tekið við Vestmannaeyjar árið 1925 og hafði að sögn Alþýðublaðsins 15 þúsund lítra af áfengi um borð! 331 Segir það nokkuð til um væntingar smyglaranna um góðar viðtökur lands- manna við farminum. Í könnun sem gerð var árið 1925 um stöðu áfengismála víða um land kom fram að flestir sem leitað var til töldu að mest væri drukkið af „læknabrennivíni“ (25 af 101) og smygluðu áfengi (25 af 101) en í þriðja sæti voru Spánarvín. 332 Kemur þetta heim við lýsingar héraðslækna frá þessum tíma sem töldu mestan hluta áfengis koma „úr skipum“ sem eru „venjulega byrg af áfengi en lögreglueftirlit er ekkert.“ 333 Aðrir töldu ekki ofsagt að í þeirra plássi „væri 1−2 daga fyllirí eftir hverja skipkomu“. 334 Hert var á eftirlitinu með ráðstöfunum dómsmálaráðherra árið 1927 og næstu ár á eftir; meðal annars var tekin upp sú regla að innsigla allt áfengi í skipum í fyrstu höfn er þau komu á og tollskoðun var efld. 335 Fátt bendir til að bruggað hafi verið hér á landi svo nokkru næmi áður en bann tók gildi. Frá 1901 var allur tilbúningur áfengis bannaður í landinu og hafi slík starfsemi verið stunduð, fór hún leynt. Upplýsingar eru því af skornum skammti. Fyrstu ár bannsins fer litlum sögum af bruggun, enda virðist hafa verið fremur auðvelt að nálgast áfengi með öðrum hætti á þeim tíma. En eftir 1920 fækkaði möguleikunum þegar eftirlit með áfengissölu lækna og lyfjabúða var hert, en mest ásókn var í sterkt áfengi. Því má ef til vill segja að aukið aðhald með lyfjabúðum og læknum hafi leitt til þess að bruggun stórjókst, „það sorglega mein, sem sífelt breiðist út um sveitir landsins og engum datt í hug, hvorki mér né öðrum, að koma myndi á daginn, sem afleiðing af banninu“, sagði Guðmundur Björnsson landlækn- ir. 336 Héraðslæknirinn í Miðfjarðarhéraði greindi frá því árið 1927 að hann hefði haft þá reglu að láta ákveðna menn hafa lítinn skammt af áfengi. En þegar hann hætti því, hver varð þá útkoman? Menn fóru að kaupa áfengi hjá leynivínsölum, „2 bændur hjer, báðir nokkuð vínhneigðir, [eru] orðnir vínbrugg- arar. Auk þess getur hver og einn fengið nægju sína í strandferðaskipum og fiskiskipum sem iðul. koma inn.“ Og afleiðingarnar létu ekki á sér standa, þær birtust í aukinni nýrnabólgu, einkum hjá þeim sem neyttu bruggs. 337 Bann, áfengi og kaffi. Héraðslæknirinn í Fljótsdalshéraði lýsir aðstæðum árið 1921. „Ódæmi öll eru drukkin af kaffi í þessu héraði. Áfengi í óhófi notað skemmir vitið, í hófi gleð- ur það mannsins hjarta, en kaffið held ég, bæði í hófi og óhófi, eigi sinn mikla þátt í því, að gera fólkið tannlaust strax á barnsaldri, og auki á þann hátt meltingarkvilla. Líklega er þetta þó eitthvað skárra höfuðsins vegna, þó menn geti fengið „timburmenn“ af hvorttveggja. Annars skal hér ekkert dæmt um bannlögin; en hvorki hefi ég séð þau á skipunum, sem ég hefi ferðast með stundum á sumrin undanfarandi, né held- ur í Fjörðunum sumsstaðar, þó líklega séu þau enn í gildi á þessum stöðum.“ ÞÍ. Skjalasafn landlæknis, héraðslæknirinn í Fljótsdalshéraði 1921. Verkalýðsfélagið Baldur og bæjarstjórnin á Ísafirði beittu sér af hörku gegn áfengissölu í bænum á fjórða áratugnum eins og sjá má af þessari grein í Alþýðublaðinu 21.8.1930. 88

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==