Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Greinilegt er af skýrslu um áfengislagabrot í Reykjavík á árunum 1920–1937 að bruggalda gekk yfir bæinn 1931–1934. Fram til 1930 hafði lítið farið fyrir bruggurum, að minnsta kosti komust þeir sjald- an í kast við lögin. Á hinn bóginn voru 30–40 brugg- arar teknir árlega 1932–1934 í Reykjavík og trúlega hefur það aðeins verið toppurinn á ísjakanum. Brugg virðist einnig hafa verið almennt víða um land, ekki síst til sveita. „Heimabrugg er útbreitt“ sagði héraðs- læknirinn í Öxarfjarðarhéraði árið 1934 og taldi litlar líkur á því að „40% sprittblanda á 7 kr. flaskan útrými því“; þá var læknirinn að vísa til fyrirhugaðs afnáms bannsins og sölu á sterku áfengi. 338 Bruggið var víða orðið sem sjálfsagt mál eins og Einar Bragi hefur lýst á Eskifirði á fjórða áratugnum. Þegar haldin voru böll í verkalýðshúsinu geymdu ýmsir landaflösku á syllu í klefanum inn af forstofunni. Þar var einnig geymd hráolíuflaska hússins, og þarf ekki að lýsa hver háski stafaði af því, þegar menn voru að bæta á sig í myrkri. Ég þekki einn sem varð fyrir svo átakanlegri lífsreynslu á æskudögum þarna í skúkkelsinu, að hann mátti ekki miði halda upp frá því, fyrr en hann var kominn á þrítugsaldur. 339 Fregnir af lögbrotum vegna ólöglegrar fram- leiðslu á áfengi urðu æ algengari og æsilegri eftir því sem leið á fjórða áratuginn. Sagt var frá fram- leiðslu á meira magni en áður hafði þekkst og við aðstæður sem þóttu með ólíkindum. Árið 1933 sagði Morgunblaðið til dæmis frá bruggverksmiðju í Grindavíkurhrauni; hefði hún verið þar í stórri gjá, fjögurra mannahæða djúpri. 340 Enn ævintýralegri var þó fundur Björns Blöndals við Kaldadalsveg norðan Þingvalla en þar fannst hóll sem gufu lagði upp úr. Löggæslumenn komust fljótt að því að hér var ekki „um neinn venjulegan jarðhita að ræða heldur var hóllinn útgrafinn og þar inni stórfelld framleiðsla Bruggað og eimað Heimildarmaður Þjóðháttasafns Þjóðminja- safns, fæddur skömmu fyrir aldamótin 1900, lýsti aðferðum við bruggun og eimingu á þessa leið: „Það var notað venjulegt ölger og sykur og vatn við landagerðina. Það þurfti eitthvert mjöl eða eitthvað sem gaf lyftingu. Það var ekki nóg að nota bara sykur og ger. Því var notað rúg- mjöl eða bankabyggsmjöl. Svo voru líka notaðar kartöflur, þá í staðinn fyrir mjölið. … Rabbabari var góður til víngerðar, hann gaf gott bragð og er hann eiginlega sjálfgerður vínandi. Ég efast ekki um að það hefði mátt búa til sterkt vín af honum en ég komst ekki í kynni við það, ég þekkti ekki nema léttvín af rabbabara. Bruggunin tókst misvel hjá mönnum og kenndu menn misjöfnu geri um. Góður landi er bæði hollur og góður drykkur … Aðferð við að sjóða: Setja mjöðinn í 10–15 potta stútmyndaðan brúsa. Í hann þarf að setja góðan korktappa og þétta vel í kringum tapp- ann með rúgdeigi – korktappinn verður aldrei nógu þéttur. Síðan er tekin eir- eða glerpípa og er öðrum endanum stungið ofan í brúsann. Það þarf að hringa pípuna upp og leiða um kalt vatn. Hinum endanum er stungið í flösku og þangað kemur spírinn. 15 pottar af bruggi gefa góða flösku af víni. Bestur er spírinn fyrst en síðan þegar fer að líða á suðuna, bæði versnar hann og verður daufari.“ ÞÞ A: 7938. kk 1897. 89
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==