Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Formáli Saga ÁTVR er samofin sögu íslensku þjóðarinnar og oft hefur samband þjóðarinnar við áfengið verið stormasamt. Áfengi er engin venjuleg vara og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er engin venjuleg verslun. Verslunin var sett á laggirnar árið 1922 og hefur hún verið starfandi allar götur síðan. Vörurnar sem ÁTVR hefur á boðstólum eru þannig úr garði gerðar að best er fyrir samfélagið að sem minnst selj- ist og að neyslan sé í hófi. Varan er einnig vandmeð- farin, mörgum veitir hún gleði og ánægju, en öðrum reynist hún varhugaverð. Kostnaður samfélagsins af misnotkun vörunnar er hár og afleiðingarnar slæmar, ekki bara fyrir neytandann sjálfan heldur einnig fjöl- skylduna, vinnuveitandann og samfélagið allt. Öll starfsemi ÁTVR tekur mið af þessu sérstaka eðli vörunnar. Á sama tíma þarf ÁTVR að hafa viðskipta- vini sína ánægða þannig að þeir sætti sig við sölu- fyrirkomulag sem eðli málsins samkvæmt takmarkar aðgengi að áfenginu. Verslunin þarf því að feta vandrataðan veg milli samfélagslegrar ábyrgðar og þjónustu við viðskiptavini. Ákvörðunin um ritun sögu ÁTVR var tekin í tíð fyrrverandi forstjóra en ÁTVR er meðal elstu og merkustu ríkisfyrirtækja landsins. Verslunin hefur alltaf starfað innan þröngs ramma og hefur þurft að aðlaga sig að breyttum tímum. Mikil umskipti hafa orðið í rekstri verslunarinnar frá því að hún var stofn- uð og með því að varpa sögulegu ljósi á breytingarnar má sjá hvernig þær tengjast þjóðfélagsbreytingum. Þannig er saga ÁTVR framlag til sögu lands og þjóðar. Í gegn um tíðina hafa grunnstoðir íslenskrar áfengisstefnu falist í að starfrækja einkasölu ríkisins á áfengi, háum áfengissköttum, áherslu á forvarnir og banni við áfengisauglýsingum og markaðsstarfsemi tengdri áfengi. Einnig er lögð mikil áhersla á lög- aldur til áfengiskaupa, upplýsingagjöf til almennings og öflug meðferðarúrræði. Oft vakna spurningar um rekstur ÁTVR og hvort verslunin sé í raun og veru nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi. Eðlilegt er að velta vöngum yfir því. Eftir langan starfstíma hjá ÁTVR og í ljósi þeirrar þekkingar sem ég hef öðlast í starf- inu hef ég sannfærst um að markviss stýring áfengis- sölu dragi úr neyslu áfengis og þar með skaðanum sem misnotkun veldur einstaklingum og samfélaginu. Öflugasta og besta verkfærið sem stjórnvöld hafa til þess er ríkisrekin áfengiseinkasala. Þetta staðfestir fjöldi rannsókna sem gerðar hafa verið á sölumálum áfengis. Ríkisrekin áfengiseinkasala afnemur sam- keppni í smásölu áfengis og þess vegna er áfengis- salan minni en ef hún væri á frjálsum markaði. Einnig fjarlægir einkasalan hagnaðarkröfu einkarekstrar sem eðli málsins samkvæmt leitast við að selja sem mest til þess að hámarka hagnað eigendanna. Samfélagið allt ber kostnaðinn af misnotkun áfengisins og því er eðlilegt að hagnaðurinn af sölu þess lendi hjá ríkinu en ekki einkaaðilum. Hjá ÁTVR er hvorki stunduð söluhvetjandi starf- semi né reynt að ýta vörum að viðskiptavinum í því skyni að fá þá til þess að kaupa meira. Minna áfengi er selt í löndum þar sem ríkið sér um reksturinn. Það staðfesta rannsóknir og þær sýna einnig að sterk tengsl eru milli magns áfengis sem neytt er og skað- ans sem neyslan veldur. Því meiri neysla því meiri skaði. Minni neysla skilar sér strax í bættu heilsufari og vellíðan þjóðarinnar ásamt lægri kostnaði skatt- greiðenda vegna misnotkunar áfengis. Íslendingar, sem á sínum tíma voru í verulegum vandræðum með 9

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==