Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
á áfengi. Bruggararnir voru allir kornungir, um og innan við tvítugt. 341 Dæmi voru um bruggverk- smiðjur þar sem bruggaðir voru 1000 lítrar í einu og heilar fjölskyldur stóðu að framleiðslunni; þess má geta að um þetta leyti mun algengt verð á landa hafa verið um sjö til átta krónur fyrir flöskuna, eða svipað og á brennivíni eftir að sala þess hófst árið 1935, svo til nokkurs var að vinna. 342 Lögreglan á Akureyri gerði átak til að hafa upp á bruggurum síðla árs 1934. Við húsleitir sem voru gerðar af því tilefni kvöld eitt í október fannst heimabruggað áfengi eða áfengi í gerjun í níu húsum en bruggunaráhöld í átta húsum. 343 Búnaður bruggaranna var vitaskuld misvandaður og framleiðslan eftir því. Árið 1933 fundust brugg- tæki í húsi við Frakkastíg í Reykjavík. Búnaði og aðstæðum var þannig lýst: Í porti á bak við húsið er langt og lágt hús. Er það hólfað í tvent með múrvegg og steingólf í báðum helmingum. Öðrum megin er smíða- hús, hinum megin þvottahús. Í þvottahúsinu var gríðarmikið þvottaker úr trje, og var það fest í vegg með skrúfuðum járnboltum. Lög- reglan losaði kerið og kom þá í ljós undir því stór gryfja og niðri í henni voru einhver þau fullkomnustu bruggunartæki, sem hjer hafa sjest. Á einum vegg gryfjunnar stóðu nokkrir korktappar í múrnum. Voru þeir dregnir út og kom þá í ljós að rör var á bak við hvern þeirra. Lágu rör þessi í tunnur, sem eru innmúraðar undir gólfinu. Eru þær 7 alls, 160−180 lítra að stærð, og allar fullar af áfengislög í gerjun. Í gryfjunni fannst líka handdæla með langri gúmmíslöngu. Hafði bruggarinn stungið slöngunni í gegn um pípurnar og niður í tunn- urnar og síðan dælt leginum úr þeim. 344 Ástar-Brandur ögrar samfélaginu og hvetur til heimaframleiðslu á áfengi. Heimur versnandi fer, héraðslæknir- inn á Akranesi hefur orðið árið1931 „Áfengisnautn hefir heldur aukist, en hitt. Enginn skortur er hjer á „landa“ og bruggarar víðar en maður gjörir sjer í hugarlund. Verður illt að fást við þá. Þó upp komist um einn eða tvo eru óðara aðrir komnir í staðinn. Mönnum þykir núorðið „landinn“ miklu betri en spánar- vínin, þó þau sjeu nokkuð keypt. Kaffidrykkjan minkar ekkert. Tóbaksnautn mikil, hver strákur með vindling í munninum. Munntóbaksnotkun er mun minni en var, en í þess stað kemur nef- tóbakið.“ ÞÍ. Skjalasafn landlæknis, héraðslæknirinn á Akranesi 1931. 90
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==