Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Sumir bruggaranna urðu landsfrægir, til dæmis Höskuldur Eyjólfsson sem varð rómaður um allt land, jafnvel þjóðhetja, og voru margar sögur sagðar af við- skiptum hans og lögreglunnar, einkum við Björn Blöndal Jónsson. Þar komu bæði byssa og næturgagn við sögu. 345 Afnám bannsins virðist hafa dregið mjög úr bruggun. 346 Í Heilbrigðisskýrslum árið 1938 kveður héraðslæknir einn heimabrugg ekki heyrast lengur nefnt. Annar kollegi hans tók í sama streng: „brugg þekkist nú hér ekki lengur“. 347 Leynivínsala var enn eitt vandamál sem angraði yfirvöld. Sumsstaðar var taska leynivínsalans kölluð „Búbót“. 348 Slíkir pótintátar gátu vitaskuld verslað með smygl og brugg en þeir seldu ekki síður „lög- legt“ áfengi eftir að áfengissala til almennings hófst að nýju 1922. Salan fór þá fram á þeim tímum sem áfengisverslanir voru lokaðar, enda var lítið um vín- veitingastaði og nokkuð um að útsölustöðum áfengis væri lokað við ýmis tækifæri, til dæmis nærri ver- tíðarlokum, að minnsta kosti á fjórða áratugnum. Stundum áttu uppljóstrarar Reglunnar þátt í að koma upp um lögbrjótana. 349 Svo virðist sem sumir vínsalar – sprúttsalar þessa tíma voru yfirleitt kallaðir „ömmur“ – hafi getað stundað iðju sína árum saman án þess að amast væri við þeim, þótt öllum væri kunnugt um starfemina, ekki síst útsölumönnum áfengisverslunarinnar. En reglum samkvæmt bar að skrá öll áfengiskaup í vín- sölubækur áfengisútsalanna. Taka má sem dæmi að Höskuldur tekinn „Í gærkveldi fékk lögreglan fregn um það, að hinn frægi brennivínsbruggari Höskuldur austan úr Flóa væri kominn hingað til bæjarins og var ástæða til að álíta, að hann væri að selja „afurðir“ sínar hér í borginni. − Fór Erlingur Pálsson því og tveir lögregluþjónar þangað, sem Höskuldur bjó, í herbergi nr. 17 í Hótel Heklu, og var hann þá heima. Þá var kl. 9,40. Tilkynnti yfirlögregluþjónninn Höskuldi, að húsrannsókn ætti að fara fram hjá honum, og spurði hvort hann hefði nokkuð áfengi með- ferðis. Kvaðst Höskuldur eiga eina heilflösku í þvottaskáp, sem var í herberginu. Lögreglan leitaði því næst. Fann hún umtalaða flösku, og var hún full af áfengi, enn fremur fann lögregl- an tvær heilflöskur fullar í skáp úti undir súð. Við yfirheyrslu kvaðst Höskuldur ekkert vita um flöskurnar tvær sem voru í súðarskápnum, en flöskuna í þvottaskápnum kvaðst hann hafa fengið með þeim hætti, að hann hitti mann upp á Klapparstíg. Kvaðst hann heita Jón. Spurði Höskuldur Jón þann hvort hann „ætti nokkuð“, og kvaðst Jóninn eiga heilflösku, sem gott væri á, og keypti Höskuldur hana fyrir rúmar 8 krónur.“ Eftir þetta varð alsiða að menn sem voru teknir með áfengi kvæðust hafa fengið það hjá Jóni á Klapparstíg. „Margföld vínsmyglunarmál“. Alþýðublaðið 28. nóvember 1931, 2. Mikið kvað að bruggun á bannárunum eins og hér er greint frá í grein í Nýja Dagblaðinu 21.11.1933. 91
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==