Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
árið 1937 höfðu einum manni verið seldar yfir 2000 flöskur mánuðina júní til ágúst; þetta kom í ljós þegar bækur áfengisútsölunnar í Reykjavík voru kannaðar í tengslum við ákæru á hendur manninum sökum ólöglegrar áfengissölu. Fyrir kom jafnvel að maður- inn fengi sendar heim til sín yfir 100 flöskur á dag. Iðulega var leynivínsalan tengd bifreiðastöðvum og um miðjan fjórða áratuginn voru eitt sinn 20 bíl- stjórar í Reykjavík settir í gæsluvarðhald sökum ólög- legrar sölu á áfengi. Raunar tengdust þær fangelsanir umdeildum símahlerunum á þessum tíma. 350 Reynt var að byrgja þennan brunn með ýmsum ráðum, einkum auknu eftirliti og hertum reglum. En ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti þess að herða reglur og virðist forstjóri Áfengisverslunarinnar hafa verið í þeim hópi. Hann kom með tillögu sem gekk í þveröfuga átt: Lang-áhrifamesta aðgerðin í viðureign- inni við leynivínsölu væri sú, að nema úr gildi sér- ákvæði um lokun útsalna og halda áfengisbúðunum á hverjum stað opnum jafnlengi og öðrum verzlunum. Og enn róttækari aðgerð í þessu efni væri það að hafa útsölu á áfengi á auglýstum stað allt fram á nótt, a.m.k. í Reykjavík, en selja þá áfengið með hækkuðu verði. 351 Tillagan var róttæk og hlaut ekki undirtektir hjá yfirvöldum. UmMenningarsjóð Lög um Menningarsjóð voru samþykkt á Alþingi árið 1928. Flutningsmaður var Jónas Jónsson dóms- og kirkjumálaráðherra. Er hann mælti fyrir frumvarpinu gerði hann grein fyrir að tekjustofnar sjóðsins ættu að vera áfengis- sektir og áfengi sem gert hefði verið upptækt en hlutverk sjóðsins væri að styrkja vísindi og listir. Einkum þyrfti að styðja fræði og listir af þrennum toga: „Skal einum þriðjungnum varið til þess að gefa út góðar alþýðlegar fræðibækur, og úrvals skáldrit, frumsamin eða þýdd. Annar þriðjungurinn gengur til að kosta vísindalegar rannsóknir á náttúru landsins og til útgáfu vís- indalegra ritgerða um íslenska náttúrufræði. Einum þriðjunginum skal varið til að kaupa listaverk fyrir landið, til verðlauna fyrir og útgáfu á uppdráttum af byggingum, húsbúnaði og fyrir- myndum fyrir heimilisiðnað í þjóðlegum stíl.“ Jónas ræddi síðan um hve fræðimenn og listamenn hefðu átt erfitt uppdráttar hér á landi, enda hefði ríkið „ekkert fje handbært til rann- sókna á náttúru landsins“. Hann benti einnig á að „landið“ ætti marga efnilega listamenn en því miður væri þeim ókleift að lifa af list sinni en hann teldi mikilsvert að listamenn fengju stuðning frá samfélaginu. Hann hafði líka í huga Alþingishátíðina sem var framundan: „Og þegar talað eru um það, hvað sýna skuli þeim útlendingum, sem hjer koma 1930, hljóta listir landsmanna að vera eitt af því, sem mönnum kemur fyrst til hugar. Vitanlega megnum við ekki að gera gesti okkar agndofa með því, sem við getum sýnt þeim, en við getum þó sannfært þá um, að hjer býr þjóð, er telja má þroskavænlega á menningarbrautinni.“ 352 Eftir að bannið var afnumið 1935 lenti Menningar- sjóður í vandræðum vegna þess að áfengissektir snarminnkuðu, bæði smygl og bruggun drógust saman. Af þeim sökum var lögum um Menn- ingarsjóð breytt og honum tryggð ákveðin hlut- deild í tekjum Áfengisverslunarinnar þannig að sjóðurinn hefði að lágmarki 50 þúsund krónur í tekjur á ári. 353 Stjt. A 1928, 131. 92
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==