Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Yfirlit Fljótlega eftir setningu bannlaganna var farið fram á undaþágur frá þeim, m.a. vegna erlendra sendi- manna. Samþykkt var að veita slíkar undanþágur árið 1913, ekki síst vegna eindreginna óska Frakka. Afdrifaríkari var þó sú breyting þegar m.a. rauðvín, sérrí, portvín og koníak voru sett á lyfjaskrá 1915. Áfengi var því áfram flutt inn til landsins sem lyf og sem efni til iðnaðar eða annarar atvinnustarfsemi. Innflytendur sáu um að panta það sem þá vanhagaði um en allt varð að fara um hendur umsjónarmanns áfengiskaupa. Samhliða voru settar reglur um hverjir mættu kaupa áfengi og komið á skráningu vegna áfengiskaupa, bæði til atvinnustarfsemi og lækninga. Sú skráning var þó lengi ómarkviss og reglur túlkaðar frjálslega svo að flestir sem vildu gátu náð í áfengi áfram, þó að úrvalið væri takmarkað. Margir læknar gáfu út lyfseðla fyrir áfengi, sumir í stórum stíl, og fyrstu árin eftir bann voru litlar hömlur settar á inn- flutning áfengis til atvinnustarfsemi. Vænta má að stór hluti þess áfengis hafi verið drukkinn. Er leið á þriðja áratuginn og fram eftir fjórða ára- tugnum var þó sífellt verið að herða reglur um það hverjir mættu kaupa spíritus og takmarka heimildir lækna og lyfjaverslana. Samhliða var eftirlit aukið. Gerðar voru ítarlegar úttektir á þessum málum á vegum sérstaks embættis og niðurstöður birtar opinberlega. Þrátt fyrir aukið eftirlit jókst ólögleg starfsemi mjög í kjölfar bannsins. Smygl varð vaxandi vandamál og víða var bruggað. Þá varð sprúttsala einnig algeng. 95

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==