Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

5. Stofnun ÁVR og Spánarvínin. − Einkasala á tóbaki Stofnun ÁVR Sem fyrr getur þótti fyrirkomulag innflutnings á því áfengi sem heimilt var að flytja inn til landsins eftir að bannið tók gildi ekki gefast sérlega vel. Lyfjaversl- anir, héraðslæknar og aðrir sem þurftu að fá áfengi pöntuðu það fyrir milligöngu umsjónarmanns áfengis­ kaupa en upp úr 1920 fóru stjórnvöld að huga að því að breyta þessu þannig að innflytjandinn yrði hér eftir „ríkisstjórnin“ eða fyrirtæki á vegum ríkisins en ekki lyfsalar og læknar. Jafnframt átti að koma á betra og markvissara eftirliti með sölu áfengis. Fram að þessu, þ.e. til 1921, hefðu allir fengið það „sem þeir hafa óskað, nema ef til vill síðastliðið sumar“, eins og Sigurður Hjörleifsson Kvaran alþingismaður komst að orði. 354 Það vafðist dálítið fyrir mönnum hvernig ætti að standa að fyrirtæki sem flytti áfengi inn í bann- landið; vafinn snerist þó ekki um eignarhald. Eftir góða reynslu af Landsversluninni í fyrri heimstyrjöld- inni voru menn ófeimnir við að ríkið stofnaði og ræki fyrirtæki. Álitamálið var fremur hvort sameina ætti áfengisverslun einkasölu á fleiri vörum. Fyrsta tillagan hljóðaði raunar upp á að stofna fyrirtæki um einkasölu á lyfjum og samdi landlæknir frumvarp þess efnis. 355 Samkvæmt því átti lyfjaeinkasalan einnig að sjá um sölu á áfengi, enda ekki litið á áfengi sem neysluvöru heldur lyf, hráefni í lyfjagerð eða til notkunar í atvinnu- starfsemi. Helstu rökin fyrir því að stofna lyfjaeinka- sölu voru að með því mætti tryggja að ævinlega yrði á boðstólunum nóg af góðum lyfjum fyrir landsmenn. En þessi tillaga náði þó ekki fram að ganga. Um svipað leyti var einnig rætt um að stofna einkasölu á tóbaki og jafnvel að stofna mætti eitt fyrir- tæki sem sæi bæði um einkasölu tóbaks og áfengis. Rökin fyrir tóbakseinkasölu voru einkum tekjuþörf ríkissjóðs. Í áliti nefndar sem fjallaði um frumvarp til laga um einkasölu á áfengi og tóbaki sagði m.a. að tekjur „af slíkri munaðarvöru [tóbaki] virðast auð- fengnari, vissari og jafnvel sanngjarnari en margar aðrar tekjugreinar ríkissjóðs, og fordæmi ýmsra ann- ara Evrópuþjóða um tóbakseinkasölu er hjer mjög hvetjandi“. Fram að þessu hefðu fáir „heildsalar og margir smásalar … notið þessa hagnaðar undanfarið í ríkum mæli … en þarna á ríkið að taka sinn bróður- Firmamerki Áfengis- verslunarinnar frá sjötta áratugnum. 96

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==