Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Ástæður þess að Spánverjar gengu svo hart fram gagnvart Íslendingum voru ekki þær að Spánverjar hefðu mikils misst þegar bann var sett á Íslandi. Vín hafði aldrei notið mikillar hylli í landinu og það vín sem var drukkið kom mest frá Frakklandi; víninn- flutningur frá Spáni var hverfandi. En Spánverjar höfðu heildarmyndina í huga því að bannstefna átti miklu fylgi að fagna í Norður-Evrópu. Um þetta leyti áttu þeir einnig í deilum við Norðmenn vegna samskonar máls og hækkuðu tolla á norskum salt- fiski eftir að umræður fóru út um þúfur 1921. 368 Ef til vill má segja að það hafi verið liður í deilu Spán- verja við Norðmenn að brjóta Íslendinga fyrst á bak aftur. Spánverjar vissu sem var að Íslendingar voru auðveldur andstæðingur en um 2/3 af saltfiskfram- leiðslu Íslendinga fóru til Spánar og var það dýrasti fiskurinn; þar af fór um helmingur til Katalóníu. Hins vegar fluttu Íslendingar nánast ekkert inn frá Spáni. Saltfiskur var helsta útflutningsvara Íslendinga og lífakkeri togaraflotans sem nú var orðinn uppistaða í útgerð landsmanna. Spánverjar héldu í raun á fjöreggi Íslendinga, meðan Norðmenn bjuggu við mun fjöl- breyttara atvinnulíf og fluttu umtalsvert inn af öðrum vörum en víni frá Spáni og Frakklandi. Þrátt fyrir sterkari stöðu urðu Norðmenn að sæta afarkostum í samningum sínum við Frakka, Spánverja og Portú- gala á árunum upp úr 1920 og heimila sölu á áfengi allt að 21%. 369 Þess má geta að Færeyingar gerðu ekki breytingar á sínum bannlögum en nutu heldur ekki bestu kjara Spánverja. Til að koma til móts við tollahækkunina niðurgreiddu dönsk stjórnvöld því færeyskan saltfisk sem tollahækkuninni nam. 370 Árið 1922 var lagt fram frumvarp á Alþingi í samræmi við samkomulagið við Spánverja þar sem kveðið var á um að með konunglegri tilskipun mætti ákveða að vín sem innihéldu allt að 21% vínanda væru undanþegin ákvæðum bannlaganna. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Sam- kvæmt ákvæðum tilskipunarinnar átti vín sem ekki innihéldi „meira en 21% af vínanda … að rúmmáli“ að vera undanþegið bannlögunum. Ákvæði um rétt sendiræðismanna áttu að breytast þannig að eftirleið- Vísir greinir frá fyrstu sölu „Spánarvína“ í áfengis- versluninni í Reykjavík 1.7.1922. 99
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==